Andvari - 01.01.1914, Síða 144
140
Skilnaður Norðmanna og Dana.
inn háskann sín vegna. En nú var svo komið, að
Svíar voru fúsir að viðurkenna grundvallarlög Norð-
manna og stóð þá ekki annað fyrir sáttum, en kon-
ungdómur Kristjáns Friðriks. Endirinn varð því sá,.
að samningar tókust (í Moss, 14. ágúst). Kristján
Friðrik skuldbatt sig til að leggja niður konungdóm,
en Svíar lofuðu hins vegar að viðurkenna grundvall-
arlög Norðmanna með fáum óverulegum breylingum,-
sem voru óhjákvæmilegar vegna sambandsins við
Svía. Stórþingið, sem kom saman í Kristjaníu hinn
7. okt. um haustið, staðfesti þenna samning. Og þar
með var sambandið milli Norðmanna og Svía kom-
ið á laggirnar. .
Kristján Friðrik hefir verið liart dæmdur af
mörgum fyrir framkomu sína í Noregi. Mönnum
hefir þótt honum fara lítilmannlega, að veltast þann-
ig úr völdum að öllu nálega óreyndu, svo stór orð
sem hann hafði áður hafl um að skiljast aldrei við
Norðmenn. Það mun og sannast, að hann var ekki
mikilmenni um skapsmuni. En hinu ættu menn ekki
að gleyma, hvers virði það var fyrir Norðmenn að
hafa hann sín á meðal 1814. Hefði lians ekki notið
við, má ætla að Norðmönnum hefði aldrei tekist að
sameina sig svo sem raun varð á. Kring um hann,
erfingja hinnar gömlu konungsæltar, sem þrátt fyrir
alt var virt og elskuð af mestum hluta landslýðsins,
gátu þeir fylkt sér, og erólíklegt að nokkur innlendur
maður hefði getað náð söinu tökum á þjóðinni. Hon-
um eiga Norðmenn fyrst og fremst það að þakka, að
þeim auðnaðist að skapa sér stjórnarskrá sjálfir, án
þess að þurfa að þiggja hana að gjöf af öðrum. Og
þó að hann væri tilslökunarsamur í samningunum
fyrir hönd sjálfs sín, þá stóð hann þó alt af fast á