Andvari - 01.01.1914, Side 145
Skilnaður Norðmanna og Dana.
141
rétti Noregs og hopaði þar hvergi. Norðmenn munu
eiga honum meira að þakka, en sumir hafa viljað
viðurkenna.
Þó að viðburðirnir 1814 sé ekki að öllu leyti
jafngleðilegir fyrir Norðmenn, þá er þó von að þeir
minnist þess árs með’ stolti og fögnuði. f*á reis
björninn úr híðinu. Nýtt og glæsilegt tímabil í sögu
þjóðarinnar byrjaði þá. Stjórnarskráin, sem þeir
settu sér hetir rejmst framúrskarandi vel, og í þjóð-
lifi þeirra liefir síðan verið slíkur vöxtur og viðgang-
ur sem aldrei áður, að fornöldinni ekki undanskil-
inni. Þeir eiga nú konung innlendan, og hann kór-
ónaðan! En starsjmna verður manni þó á hina ó-
krýndu konunga þjóðarinnar, stórmennin í listum og
vísindum og á nálega öllum svæðum mannlegrar
starfsemi, sem hafa hafið hið gamla víkingaland til
vegs og heiðurs um alla veröldina. Héðan af landi
eru Norðmönnum sendar hugheilar kveðjur í dag.
Þótt margt hafi á milli borið, tekur okkur ekki eins
sárt til neinnar þjóðar og þeirra, enda hafa for-
lög þeirra og vor hingað til verið merkilega lík. Hafi
þeir staðið illa að vígi 1814, þá var þó ástand okk-
ar enn þá raunalegra um þær mundir. Jörundur
heitinn hundadagakonungur hafði þá heimsótt okkur
fyrir fim árum, okkur til dægrastyttingar og upplyft-
ingar mitt í einveldinu. Það var okkar hluti af
þeim stórtíðindum, sem þá gerðust í álfunni, fyrir
utan að við fengum að svelta, en að því var oklcur
nú raunar síður nýnæmi. Enginn mundi þá hafa
trúað, að slíkar breytingar yrðu á högum okkar á
næstu öld, sem raun hefir á orðið. Það mundi t. d.
hafa þótt ótrúleg tröllasaga, að við stofnsettum há-
skóla árið 1911, réttum hundrað árum eftir að