Andvari - 01.01.1914, Qupperneq 149
Björn bóndi Einarsson.
145
með tignum mönnum. 1323 fékk Eirikur hirðstjórn
fyrir norðan og vestan og tók þá Vatnsfjörð sem arf
konu sinnar, en kona hans var Vilborg Einarsdóttir,
Porvaldssonar í Vatnsfirði, þess er drap Rafn á
Rafnseyri, en móðir Vilborgar var Pórdís Snorra-
dóttir í Reykholti, Sturlusonar. En er Eiríkur kom
út með hirðstjórn, bjó hann fyrst á Flugumýji, er
Lárentíus biskup leigði honum um 4 ár. Eflir það
bjó hann í Vatnsfirði og þar misti hann Vilborgu
konu sína, og er hún þar jörðuð. 1332 sigldi Eiríkur
með Ivatli liirðstjóra Þorlákssyni, 'en kom út árið
eftir. Eiríkur dó 1342, og liafði alla stund rerið
höfðingi mlkill og göfugmenni og frægur maður, og
hélt hirðstjórninni norðan og vestan til dauðadags.
Einar Eiríksson, faðir Bjarnar Jórsalafara, var
liöfðingi mikill, og tók Vatnsfjörð eftir föðub* sinn, en
í fyrstu sat hann stundum á Grund í Eyjafirði, er
hann fékk hálfa með lconu sinni, en seldi síðan. Oft
var hann í förum, og var auðugur maður. í »testa-
menti« sínu gefur hann mörgum kirkjum mikið fé.
Hann druknaði með fylgdarmönnnm sínu á ísafirði
29. marz 1383. Kona Einars var Helga, er nefnd er
Grundar-Helga, Þórðardóttir, Kolbeinssonar, Þórðar-
sonar kakala, Sighvatssonar, Sturlusonar í Hvammi.
Helga var hinn mesti kvenskörungur, svo sem hún
átti kyn til og er fræg orðin af drápi Smiðs hirð-
sljóra og félaga lians í Grundarbardaga 1362. Það
ár reið Smiður norður og með honum Jón lögmaður
skráveifa og höfðu nær hálfan fjórða tug manna, og
liugðust mundu kúga Norðlendinga til hlýðni við Jón
bisltup skalla Eiríksson, og Jón skráveifa álti og
Norðlendingum grátt að gjalda, því að þá er hann
ásamt þremur félögum hafði tekið landið á leigu og
Andvarl XXXVIII. 10