Andvari - 01.01.1914, Side 150
146
Björn bóndi Einarsson.
óþokkar þessir höfðu liirðstjórn hér, þá fóru þeir
fram með hinum mesta ofsa og kúguðu bændur með
alls konar gjaldheimtunr. Þá gerðu Norðlendingar
samblástur móti Jóni, er hann ætlaði að ríða í sýslu
sína, og mættu honum á I3verá í Veslurhópi nær
þrjú hundruð manna og vildu ekki hafa yfirreið
hans; stökk hann þá aftur suður á land. 1361 var
lokið hirðstjórn Jóns og gerðist hann þá lögmaður.
Sú fregn fór fyrir þeim, að Smiður ætlaði að lála
drepa hina gildustu bændur fyrir norðan. Svo er
frá sagt, að þá er þeir félagar komu að Grund til
gistingar, var Einar bóndi eigi heima og fátt karl-
manna, og svo var víðar á bæjum, er bændur margir
voru brott riðnir í nauðsynja-erindum sínum. Á
Grund komu þeir félagar fram með ofsa og ósvífni,
drukku þeir fast um kveldið og voru mjög ölvaðir.
Smiður heimti konu í sæng til sín um kveldið, en
Helga tók engu fjarri, og hinir félagarnir sumir
munu hafa ætlazt til, að þeim væri gerð hin sömu
skil, en þetta fór á annan veg. Helga lét safna þeim
mönnum, er kostur var á, og er þeir komu, veitlu
þeir þeim Smið atgöngu, en þeir voru þá komnir í
rekkjur. Þeim varð ógreitt að komast i brækurnar,
því að Helga hafði látið þjónuslustúikur sínar snúa
úthverfri annari skálminni á brókum þeirra allra.
En aðrir segja svo frá, að Eyíirðingar höfðu úti
njósnarmenn og söfnuðu liði, er þeir vissu um ferðir
þeirra Smiðs, og tóku hús á þeim á Grund. Þetta
var 8. júlí 1362. Þar var barizt í skálanum frá því
nærri miðjum rnorgni og þar til eftir dagmál. Þar
féll Smiður og Jón skráveifa og sex aðrir af þeirra
llokki, en sex af Eylirðingum.
Björn Jórsalafari, sem af þessu bergi var brot-