Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 152
148
Björn bóndi Einarsson.
mannshlutinn, en það var fjórðungur livalsins, en kvaðst
mundu gjalda Ólafi bónda skotmannshlutinn, er hann
kæmi aftur til íslands, og varð Birni og þeim félög-
um góð matbjörg af happi þessu1)- Svo er og sagt,
að Björn hjálpaði tveimur tröllum (o: Skrælingjum),
ungum systkinum, úr ílæðiskeri, og sóru þau hon-
um trúnaðareiða, og skorti hann eigi afla þaðan af,
því að þau dugðu til alls veiðiskapar, hvað sem
hann vildi eða þurfti. Það þótti skessunni sér mest
veitt, þá er kona Bjarnar leyfði henni að hampa og
leika sér að sveinbarni því, er hún liafði þá nýalið.
Hún vildi og hafa fald eftir húsfrúnni, en skautaði
sér með livalagörnum. Þau lleygðu sér í sjó af
björgum eftir skipinu, er þau fengu ekki að fara
með Birni til íslands, og drápu sig sjálf. Svo unnu
þau mjög þeim hjónunum. Björn var í Grænlandi
tvö ár, því að eigi komst liann burt árið eftir sök-
urn ísa.
Þá er Björn var í Grænlandi, sat enginn biskup
að biskupsstóli þeirra Grænlendinga í Görðum, því að
Álfur biskup dó 1378, en Hinrik eftirmaður hans var
fyrst vígður 1389. Gamall klerkur stýrði þá bisk-
upsstólnum, vígði klerka og framdi öll biskupsstörf.
Tvö voru klaustur þá í Eystribjrgð, og var annað
munkaklaustur, en hitt nunnuklaustur. Á leiðinni
1) Kand. Hannes ættfræöingur Þorsteinsson ætlar
(»Safn« III. 711), að það geti varla staðizt, að Ólafur í Æð-
ey haíi verið fullproska og bóndi í Æðey um 1385, er
Björn Jórsalafara hrakti til Grænlands, og muni þessa sögu
um steypireyðina óhætt mega heimfæra lil Bjarnar ríka
Þorleifssonar, og hafl sögnum um þá nafna verið ruglað
saman, og meiri hlutinn lent lijá Birni Jórsalafara, því að
hann hafl verið nafnkendari og meiri ferðalangur.