Andvari - 01.01.1914, Page 153
Björn bóndi Einarsson.
149
frá Grænlandi til íslands kom Björn í Gunnbjarnal-
sker, sem liggur undan ísafjarðarminni. Hann varð
vis þess, að þar var bygð. Þeir töldu þar 18 bæi,
en þorðu ekki að kanna. Svo er sagt, að Björn hafi
farið í land með nokkrum mönnum sínum, og tók
bóndi nokkur vel við þeim. En er bóndi gekk út
með heimamönnum sínum, var stúlka nokkur eftir í
stofunni og fóstraði barn. Hún kvað þetta:
Gisti sá engi
hjá Gunnbirni,
sem góö hefir klæöi
og gripu væna.
Svelgr liann sina gesti,
sem svin etr grísi,
ok dillendó.
Björn skildi, að þetta var viðvörun, og brá þegar
við og gekk á braut með mönnum sínum, steig á
skip og sigldi af stað.
1387 komu þeir félagar aftur hingað frá Græn-
landi, en eigi varð löng dvöl þeirra hér á landi að
því sinni.
Þriðju utanförina fór Björn þegar árið eftir (1388)
og hóf þá hina aðra Rómför sína, og voru þeir fjór-
ir félagarnir í Rómför þessari. Þá fóru og utan með
Birni Andrés Sveinsson hirðstjóri og Sigurður hvít-
kollur, sá er áður var nefndur. En félagar Bjarnar
í Rómförinni voru þeir Þórður Sigmundsson á Núpi
við Dýrafjörð, Þórður Árnason [Runólfssonj og síra
Halldór Loftsson, og voru allir göfgir menn. Kona
Bjarnar var og með honum í þessari ferð. Þeir fóru
fyrst til Noregs og var þar kæra hafin á hendur
þeim Birni og Sigurði hvítkoll, að þeir hefðu siglt til
Grænlands »með réttu forakt, samþykki ok vilja«,