Andvari - 01.01.1914, Page 157
Björn bóndi Einarsson.
153
dæll né ofsafenginn, og beitti enga rangindum, er
hann átti við að skifta, og eigi verður þess vart, að
hann hafi með yfirgangi dregið undir sig fé annara
manna. Hann var maður stórauðugur; hann seldi
jarðir og hann keypti jarðir og galt skilvíslega and-
virði það, er um var samið. Hann kemur allvíða
við bréf og gerninga og má þó gera ráð fyrir, að tá
kurl komi til grafar, er slíkt er talið.
1387 kaupir Björn hálfan Vatnsfjörð með hálfri
Borgarey af Jóni Nikulássyni fyrir fimtán tigi hundr-
aða í jörðum og kúgildum eða því góssi, er þeir yrði
á sáttir. Skyldi Jón búa á jörðinni, þar til er Björn
kæmi aftur til íslands, ef hann færi burtu næsta
sumar; en fari hann ekki, skal hann lil sín taka
jörðina í næstu fardögum eftirkomendum, ef hann
vill, eða þá er honum líkar. En ef Bjarnar kynni
við að missa, áður hann tæki að sér jörðina eða
lyki verð fyrir, þá skyldi Jón eignast aftur jörðina,
en erfingjar Bjarnar það verð, sem hann skyldi hafa
fyrir gefið jörðina.
1388 kaupir Björn jörðina Fót í Seyðisfirði af
þeim hjónum Lofti Tjörvasyni og Þóru Nikulásdótt-
ur, og handleggja þau aleigu sína í hans vernd og
umboð.
1391 liandleggur Sigurður Þórðarson Birni þann
þriðjung af fiskatollinum í Bolungarvík, er hann
hafði eignazt eftir Einar Eiríksson andaðan, en fékk
aftur svo mörg liundruð í Laugabóli í ísafirði, að
hann var ánægður.
1393 kaupir Björn Skjaldabjarnarvík af Þórði
Flosasyni.
1395 selur Björn Halldóri presti Loftssyni hálfa
jörðina á Grund í Eyjafirði fyrir átta tigi hundraða