Andvari - 01.01.1914, Qupperneq 160
156
Björn bóndi Einarsson.
skyldi hafa hirðstjóra-umboð um alt ísland í fjar-
veru sinni, svo lengi sem hann komi eigi sjálfur.
Árni biskup kom eigi út fyr en 1415, og gegndi
Björn því um hríð hirðstjórastörfum. Björn var í
góðri vináttu við hina helztu menn hér á landi, og
hefir öllum dugandi mönnum þólt mikið til hans
koma, slíkur höfðingi sem hann var og ágætismað-
ur. 1392 fór Björn þá ferð liér á landi, að hann
fór að heimboðum til ýmissa höfðingja; fór hann
fyrst í Skálholt og síðan um austurland og norður-
land, og var mikils virður, hvar sem hann var stadd-
ur. Heima fyrir sat hann við hinn mesta höfðings-
skap og rausn í hvívetna. Hann hafði hirð um sig
að sið útlendra höfðingja og máldrykkjur. Hann
hafði og að fornum höfðingjasið skáld við hönd sér,
er kveða skyldi um ferðir hans og athafnir, svo að
eigi skyldi í gleymsku falla, er stundir liðu. Skáld-
ið átti og að skemta sunnudag hvern, þriðjudag og
limtudag. Skáld hans var [Einar fóstri, réttara tal-
iðj Sigurður fóstri Þórðarson, og var hann með
Birni á Grænlandi. Hann orti rímu af Skíða göngu-
manni (Skíðaríma), er enn er til og þykir ágætlega
skemtileg.
Björn hefir verið maður mjög vel mentaður, og
þykir það efalaust, að hann hafi kunnað margar
tungur. Björn ritaði ferðabók sína og sagði þar
rækilega frá því, er fyrir liafði komið, og þar sagði
hann frá þessu, er greinl var frá um Grænland. En
ferðabókin er fyrir löngu týnd og alt það, er Sig-
urður fóstri kann að hafa kveðið um ferðir Bjarnar
og athafnir og háttsemi alla, og vitum vér því færra
um Björn Jórsalafara, en annars mundi verið hafa,
enda sagnaritun niður fallin um hans daga. Ferða-