Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Síða 69

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Síða 69
ALMANAK 69 hana. Þá þótti það ekki svo lítill kostur, að eigi þurfti annað eldsneyti en hveitislráið eitt saman. Sagt var, að vél þessi þreskti fjórum til fimm sinnum meira á dag, en þær beztu vélar, sem áður þekktust. Þeir frændurnir Pat O’Connor og Haixy Brown keyptu sér eina af þessum nýtízkuvélum. Skvldi nú mikið vinna það í hönd komandi haust. Nú þurftu þeir frændur miklu fleiri menn að hjálpa þeim við þreskinguna þetta haust heldur en vant var. Kom þeim saman um að taka nokkra Islendinga í vinnu, því þeir þóttu liprir við að kasta hveitibindunum. “Og þar að auki,” sagði Pat, “þarf maður að hafa sér eitthvað til skemmtunar. En það geta þeir nú verið vissir um, Islend- ingarnir, að þeir skulu fá að vita hvað þeir eru í raun og veru, áður en haustið er liðið.” Svo byrjuðu þeir frændur að þreskja og allt gekk ljóm- andi vel. Nokkrir fslendingar unnu við vél þeirra þetta haust. Meðal þeirra var gamall maður, sem hét Finnur Jónsson. Hann var hár maður og þrekinn og karlmann- legur. Allra manna var hann góðmannlegastur. Stiltur var hann og hafði fátt að segja. Ekki var hann vel að sér í ensku og talaði það mál svolítið bjagað, en gat þó vel látið skilja sig. Þegar í stað fyrstu þreskingardagana byrjaði Pat að stríða fslendingum. Mest reyndi hann til að stríða Finni, en ýmist lést Finnur ekki skilja það, sem Pat sagði, eða bara hló að því. Hinir íslendingarnir tóku ekki ertni Pats með jafn miklu langlundargeði og Finnur. Sumir þeirra fóru jafnvel að hata Pat. Á þessum fyrstu frumbýlingsárum höfðu menn yfir- leitt ekki nema smáa akurbletti. Ekki var nema einstaka maður, sem átti hveitisláttarvél. Oft áttu margir í félagi eina slíka vél. Þeir, sem hvorki áttu hveitisláttarvél eða part í einni, unnu hjá öðrum, og fengu svo þá, sem þeir unnu hjá, til að slá litla akurblettinn sinn. Þá var siður að stakka hveitinu, sem á ökrunum óx. Eftir að hveitið var slegið, var því hreykt upp á ökrunum, og varð það að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.