Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 96
96
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
forseti prentarasamtakanna í Winnipeg, en þann sess hefir
hann skipað fimm undanfarin ár, einnig var hann endur-
kosinn fulltrúi á ársþing iðnaðar- og verkamanna í Can-
ada, sem háð var í október í Victoria, B.C.
30. maí—Séra Rúnólfur Marteinsson, aldursforseti
vestur-íslenzkra presta, sæmdur heiðursdoktors nafnbót í
guðfræði af Gustavus Adolphus College í St. Peter, Minne-
sota, í viðurkenningar skyni fyrir langt og margþætt starf
hans í þágu kirkju,fræðslu og menningarmála, en hann út-
skrifaðist árið 1895 af fyrrnefndum skóla. Litlu síðar (þ.
12. júní) efndu fyrrverandi nemendur hans á Jóns Bjama-
sonar skóla til fjölmenns og virðulegs samsætis í Winni-
peg honum til heiðurs.
Maí—Um það leyti kom út á vegurn Cornell Univers-
ity Press, Ithaca, New York, saga íslenzkra nútíðarbók-
mennta í óbundnu máli. “History of Icelandic Prose Writ-
ers 1800-1940,” eftir dr. Stefán Einarsson, prófessor í nor-
rænni málfræði við Johns Hopkins háskóla í Baltimore,
mikið rit og vandað og brautryðjendaverk á sínu sviði.
1. júní—Hélt Mrs. Elma Gíslason söngkona í Winnipeg
söngsamkomu í Sambandskirkjunni þar í borg við mikla
aðsókn og hinar ágætustu undirtektir áheyrenda.
4.-7. júní—Tuttugasta og fjórða ársþing Bandalags lút-
erskra kvenna haldið í Winnipeg. Mrs. Ingibjörg J. Ólafs-
son var endurkosin forseti Bandalagsins, en heiðursfél-
agar þess voru kosnar þær frú Guðrún Brynjólfsson frá
Útskálum og Mrs. Rannveig G. K. Sigbjömsson skáld-
kona, Leslie, Sask.
7. júní—Lauk Einar I. Siggeirsson (sonur Siggeirs
Bjarnasonar og Guðrúnar Guðjónsdóttur í Reykjavík)
Bachelor of Science prófi í landbúnaðarvísindum á Land-
búnaðarháskólanum (State Agricultural College) í Fargo,
N. Dak., með ágætiseinkunn í öllum námsgreinum. Hafði
hann unnið sér margvíslegan námsframa, meðal annars
hlotið jarðræktargullbikarinn fyrir nám í jarðræktarfræði