Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 151

Prestafélagsritið - 01.01.1922, Page 151
Prestafélagsritið. Erlendar bækur. 147 tilliti komast næst Hallgrími, þótt hann hinsvegar fái sízt jafnast viö hann að skáldlegri andagift, og um áhrif á Hallgrím úr þeirri átt álítur hann, að naumast geti verið að ræða. — Þessi fyrsti höfuðkafli ritsins hefir marg- víslegan fróðleik að geyma, sem öllum þeim má þykja vænt um, sem kynnast vilja fyrsta þróunarferli íslenzka sálmakveðskaparins, þótt vitan- leg3 sé hér ærið fljótt yfir sögu farið, og aðallega gerð grein fyrir höf- uðdráttunum. í öðrum höfuðkafla bókarinnar snýr höf. sér að Hallgrími Péturssyni sjálfum og gefur þar „yfirlit yfir skáldskap Hallgríms Péturssonar annan en Passíusálmana". Er þar fyrst stuttorð æfisaga skáldsins og hefir höf. þar engu nýju við það að bæta, er áður var kunnugt um það efni, sem ekki heldur var við að búast. Því næsf lýsir hann veraldlegum kveðskap Hallgríms. Hér deilir höf. á dr. Grím Thomsen og finnur að þeirri meg- inreglu, sem hann hefir fylgt við útgáfu Ijóðmæla Hallgríms. Lýkur hann óskorað lofsorði á veraldlegan kveðskap Hallgríms, er hafi að geyma jafnvel ýmislegt af því allra bezta, sem hann hafi ort. Þessu næst kemur sérstakur þáttur um sálma Hallgríms, annar um biblíuljóðmæli hans (Samúels-sálmana) og hinn þriðji um uppbyggileg rit hans í óbundnu máli. Sérstaklega er margt prýðilega athugað í þættinum um sálma Hall- gríms, um samband þeirra sín á milli og hversu þeir endurspegli andlega þróun skáldsins sjálfs og sýni hversu hann sé altaf að vaxa og fullkomn- ast andlega. Meðal margra ágætra athugana höf. skal hér í þessu sam- bandi aðeins bent á það, sem hann segir um hið nána samband milli sálmanna um „Umþenking dauðans" („0, ó hver vill mig verja") og „Um dauðans óvissan tíma“ („Alt eins og blómstrið eina“), hversu í fyrra sálminum skelfing dauðans sé enn rik í sálu höfundarins, en í síðari sálminum sé öll hræðsla á burtu horfin og friðurinn fenginn. En skáldið hefir þá líka í „Alt eins og blómstrið eina“ náð hæstu tónum trúarviss- unnar, sem geri allan ótta landrækan úr sálinni. Við hliðina á Passíu- sálmunum telur hann — sem búast mátti við — þennan sálm hið dýr- legasta, er liggi eftir Hallgrím í bundnu máli; því hafi farið mæta vel á því, að þessi sálmur var upphaflega prentaður með Passíusálmunum. Um Samúels-sálma Hallgríms kveður höfundur upp mildari dóm en einatt hefir verið gert. Sérstaklega dáist hann að hinum mörgu gullfallegu erindum, sem þar séu innan um og saman við, og telur þau mæta vel fallin til þess að festa ungdóminum í huga ýmis atriði sögunnar, sem sögð er í Samúelsbókunum. En megingildi þessara sálma álítur höf. þó fólgið í því, hversu Hallgrímur hafi þar fengið tækifæri til þess að Iifa sig inn f anda ritningarinnar og æfingu í að snúa orðum hennar í sléttar hend- ingar, en við það hafi Hallgrímur hlotið góðan undirbúning undir aðal- starf sitt, að yrkja Passíusálmana. Þó sé djúp staðfest milli þessara biblíuljóða og hins „djúpfundna skáldskapar'1 í Passíusálmunum. Loks minnist höf. stuttlega á hin andlegu smárit Hallgríms í óbundnu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.