Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Síða 90

Eimreiðin - 01.01.1927, Síða 90
70 GORDON BOTTOMLEY eimreiðin átakanlegur, ekki einungis vegna tengdanna við Shake- speare, heldur vegna þess, að þetta er sannur skáldskapur. Persónurnar eru lifandi og raunverulegar. Hann ýkir þ®r eða gerðir þeirra aldrei svo, að þær hverfi út fyrir svið veru- leikans. Hann fer að dæmi Shakespeares, sem notar nornir, loddara og drukkna dyraverði, ekki að eins til þess að na skoplegum dráttum, heldur til þess að skapa með andstæðun- um leið að því marki, sem hann hefur sett sér. A þenna hátt eru líkþvottakonurnar nauðsynlegar í King Lear’s Wik og vinna þar sama hlutverk og kórinn í forngrísku leikrit- unum, eða hinar nákvæmu og oft of margorðu leiksviðsbend- ingar leikskáldanna nú á tímum. Annars er Bottomley vanur að hvíla áheyrendur á alt öðru en skoplegum dráttum. Til þess lætur hann oft grípa fram í aðalefni leiksins í fullrI alvöru, stundum næsta hrottalega. En hvergi kemur snild hans og leikni eins glögglega fram og í The Ric/ing to Lith- end. Þar tekst honum þetta bragð svo vel, að það eykur stórlega á skáldgildi leiksins í áhrifamestu atriðum hans. Leikrit þetta er merkasti vottur um menningarsamband Is- lands og Englands eftir daga William Morris. Aðrir, sem unna Islandi, hafa látið sér nægja að þýða sögurnar; en fá- um hefur tekist að færa efni þeirra í skáldskaparbúning- Einna bezt hefur tekist Gísli Súrsson eftir Beatrice Helen Barmby — og svo leikrit Bottomleys. Gísli Súrsson hefur verið þýtt af séra Matthíasi Jochumssyni, gefið út á Akur- eyri 1902. Oþarft er að minna lesendur Eimreiðarinnar á frásögn þa> sem Gordon Ðottomley leggur til grundvallar leikriti sínu. Sjötugasti og fimti og sjötti kapítuli Njálu eru ógleymanlegir> þótt þeir standi mitt inni í margþættri frásögn, hvað þá heldur þegar atburðirnir eru einangraðir í snildarmeðferð skáldsins. Kaflinn um víg Gunnars er meistaraverk, sem bregður ljóma yfir norrænan hetjuskap. Skáldið bregður nýrri birtu á útlag- ann, Hallgerði og Rannveigu. Frásögnin um víg Gunnars • Njálu er stuttorð og gagnorð og hlutlaus. Leikrit Bottomleys glæðir kaflann nýju lífi, málblær og meðferð efnis er glaesi- legf og viðhafnarmikið. Ef stíllinn á rót sína að rekja til annars en eigin meðvitundar skáldsins sjálfs, þá hlýtur það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.