Eimreiðin - 01.01.1927, Qupperneq 90
70
GORDON BOTTOMLEY
eimreiðin
átakanlegur, ekki einungis vegna tengdanna við Shake-
speare, heldur vegna þess, að þetta er sannur skáldskapur.
Persónurnar eru lifandi og raunverulegar. Hann ýkir þ®r
eða gerðir þeirra aldrei svo, að þær hverfi út fyrir svið veru-
leikans. Hann fer að dæmi Shakespeares, sem notar nornir,
loddara og drukkna dyraverði, ekki að eins til þess að na
skoplegum dráttum, heldur til þess að skapa með andstæðun-
um leið að því marki, sem hann hefur sett sér. A þenna
hátt eru líkþvottakonurnar nauðsynlegar í King Lear’s Wik
og vinna þar sama hlutverk og kórinn í forngrísku leikrit-
unum, eða hinar nákvæmu og oft of margorðu leiksviðsbend-
ingar leikskáldanna nú á tímum. Annars er Bottomley vanur
að hvíla áheyrendur á alt öðru en skoplegum dráttum. Til
þess lætur hann oft grípa fram í aðalefni leiksins í fullrI
alvöru, stundum næsta hrottalega. En hvergi kemur snild
hans og leikni eins glögglega fram og í The Ric/ing to Lith-
end. Þar tekst honum þetta bragð svo vel, að það eykur
stórlega á skáldgildi leiksins í áhrifamestu atriðum hans.
Leikrit þetta er merkasti vottur um menningarsamband Is-
lands og Englands eftir daga William Morris. Aðrir, sem
unna Islandi, hafa látið sér nægja að þýða sögurnar; en fá-
um hefur tekist að færa efni þeirra í skáldskaparbúning-
Einna bezt hefur tekist Gísli Súrsson eftir Beatrice Helen
Barmby — og svo leikrit Bottomleys. Gísli Súrsson hefur
verið þýtt af séra Matthíasi Jochumssyni, gefið út á Akur-
eyri 1902.
Oþarft er að minna lesendur Eimreiðarinnar á frásögn þa>
sem Gordon Ðottomley leggur til grundvallar leikriti sínu.
Sjötugasti og fimti og sjötti kapítuli Njálu eru ógleymanlegir>
þótt þeir standi mitt inni í margþættri frásögn, hvað þá heldur
þegar atburðirnir eru einangraðir í snildarmeðferð skáldsins.
Kaflinn um víg Gunnars er meistaraverk, sem bregður ljóma
yfir norrænan hetjuskap. Skáldið bregður nýrri birtu á útlag-
ann, Hallgerði og Rannveigu. Frásögnin um víg Gunnars •
Njálu er stuttorð og gagnorð og hlutlaus. Leikrit Bottomleys
glæðir kaflann nýju lífi, málblær og meðferð efnis er glaesi-
legf og viðhafnarmikið. Ef stíllinn á rót sína að rekja til
annars en eigin meðvitundar skáldsins sjálfs, þá hlýtur það