Eimreiðin - 01.01.1927, Qupperneq 91
eimreiðin
GORDON BOTTOMLEV
71
að vera til þess engilsaxneska málskrúðs, sem William Morris
°S félagar hans vildu telja fegurstan búning enskunni.
Utlegð í íslenzkum fornbókmentum væri vel til fundið efni
1 doktorsritgerð, en hvergi er það efni þó eins áhrifaríkt
°9 í sögu Gunnars. Heimilistrygðin á sér altaf dýpri rætur
en ættjarðarástin og er ekki eins hætt við að leiðast út í
öfgar og óheilindi. Steinvör, ambátt á heimili Gunnars, segir
á einum stað í leiknum:
„He would not sail because, when he rode down
Unto the ship, his horse stumbled and threw him
His face towards the Lithe and his own fields".1)
I Njálu segir svo: >Fögr er hlíðin, svá at mér hefir hon
nldri jafnfögr sýnzt, bleikir akrar, en slegin tún, ok mun ek
r'ða heim aftr ok fara hvergi«.
Upp frá þessari stundu eykst hraðinn í viðburðarás harm-
leiksins. Línurnar markast gleggri og gleggri og beinast allar
að einu úrslitamarki. Samtöl ambáttanna á heimili Gunnars
eru ekki annað en grunnlínur í baksýn. Það eykur enn hrað-
ann og áhrifin, er Hallgerður kemur inn með reiðisvip, og
hve fögur er hún ekki í reiði sinni. Það eru mörg snjöll til-
svör í þessu fagra leikriti, sem gaman væri að taka upp hér,
^uargar perlur, sem hægt er að dást að og dreyma yfir eins
°9 gómsætu víni, sem gamall víkingahöfðingi hefur flutt heim
^eð sér af suðurvegum. En fyr eða síðar mun leikrit þetta
leggja leið sína til Reykjavíkur. Þess vegna er ekki þörf á
Wvitnunum hér. Forneskjulegt og óheillavænlegt er samtal
teirra Gunnars og göngukvennanna þriggja. Ugg þeim og
óheillaspá, sem felst í því atriði leiksins, er vel lýst með
orðinu geigvænlegur. Samtalið er engu síður eggjandi og
égnþrungið en nornadansinn í Macbeth. Það felur í sér
örlagadóm Gunnars, og áhrifin eru svo þung og geig-
vaenleg, að svo virðist, sem léttara verði yfir, þegar lýst
er víginu sjálfu á eftir. Þar er líka prýðilega með efnið
1) Hann vildi ekki fara utan, af því að hestur hans hrasaði, þegar
kann reið til skips, og kastaði honum af sér, svo að Hlíðin blasti við
honum og hans eigin akrar.