Eimreiðin - 01.01.1927, Page 92
72
GORDON BOTTOMLEY
EIMREIÐIN
farið, það er hreinn og göfugur skáldskapur. — Og hver
verður ávinningur þeirra, sem standa yfir höfuðsvörðum Gunn-
ars? Hvað vinst á með öllum vígum og manndrápum? Ekk-
ert, alls ekkert. Sá ávinningur er altaf hégómi og eftirsókn
eftir táli.
Eftir vopnabrakið og randaryminn heyrist ekkert nema
táralaust kvein gömlu konunnar:
„Gunnar, my son, we are alone again.
(Hún gengur inn eftir skálanum, til vinstri upp á pallinn og lýtur
ofan að Gunnari.)
O, they have hurt you . . . but that is forgot.
Boy, it is bedtime; though I am too changed,
And cannot lift you up and lay you in,
Vou shall go warm to bed. — I’ll put you there.
There is no comfort in my breast tonight,
But close your eyes beneath my fingers’ touch,
Slip your feet down, and let me smooth your hands,
Then sleep, and sleep. Ay, all the world’s asleep.
(Hún réttir úr sér.)
You had a rare toy when you were awake —
I’ll wipe it whit my hair . . . nay, keep it so.
The colour on it now has gladdened you.
It shall lie near you.
(Hún lyftir atgeirnum, en um leiö syngur hátt í honum.)
No, it remembers him
And other men shall fall by it through Gunnar:
The bill, the bill is singing. . . . The bill sings".1)
(Hún hyssir atgeirinn, lyftir honum hátt og hristir hann)
1) „Gunnar, sonur minn, nú erum við aftur ein.--------------Ó, þeir hafa
sært þig . . . en það er alt gleymt. Nú er tími til kominn að ganga
rekkju, sonur minn; en mér er of mjög brugðið, ég megna ekki að lyf|a
þér og leggja þig í sængina. Þú verður að leggjast fyrir áður enjþér verður
kalt. Ég fylgi þér til sængur. — Hugur minn er eirðarlaus í kvöld. En
nú snerti ég augu þín, svo að þú leggir þau aftur, réttu frá þér fæturna
og láttu mig strjúka hendur þínar, svo skaltu sofa, sofa. — Alt og alhr
eru í fasta svefni. —---------Þú áttir fágætt Ieikfang að skemta þér vi&
á meðan þú varst vakandi. Nú ætla ég að þerra það á hári mínu
nei, það er bezt að geyma það eins og er. Þér þótti gaman að litnum,
sem á því er. Ég læt það Iiggja hjá þér.-------------Nei, atgeirinn minnist
hans, og menn munu falla fyrir honum vegna Gunnars. Það syngur
atgeirnum. — Það syngur í atgeirnum".