Eimreiðin - 01.01.1927, Side 124
104
RITS]Á
EIMREIÐIN
Hér hefur nú um sinn verið talið nokkuð af misfellum, margt ekki
stórvægilegt, eins og menn sjá, og fremur varðandi ytra borð en kiarna.
Það hefur verið bent hlífðarlaust á það, sem helzt virtist feyskið, ef1
ósnortinn stendur eftir gildur heilbrigður stofn. Þess er að vænta, að
höf. láti hér ekki staðar numið að rita um bókmentir og menningu þessa
tíma, sem hann hefur kjörið sér að sérgrein. Vonandi verður næsta bók
hans eigi síður framför frá þessari en þessi var framför frá íslenzkri
endurreisn. Vonandi hefur hann þá tamið sér meiri trúmensku yfir litlu,
og telur ekki eftir sér að verja nokkuru meiri alúð til verka sinna, svo
að alt megi standa í sem föstustum skorðum.
Blommenholm við Osló í febr. 1927.
7ón fielgason.
Frevsteinn Gunnarsson: DÖNSK ORÐABÓK með íslenzkum þýðing-
um. Rvík (ísafoldarprentsm.) 1926. VI11—[-749 bls.
Á titilblaðinu stendur, að hér sé komin orðabók ]ónasar Jónassonar
og Björns Jónssonar aukin og breytt. Og er það að vísu svo, að væri
ekki þetta fram tekið, mundu fæstir þekkja hér „Jónasar-bók“ aftur — *
fljótu bragði — svo mikil er aukningin og gagnger breytingin. Orðabók
J. J. og B. J. kom út árið 1896. Hún hefur verið svo að segja eina
dansk-íslenzka orðabókin við alþýðu hæfi um þrjátíu ára skeið, en ófá-
anleg nú um nokkur ár.
Það er ekki ætlunin hér að vega né meta kosti og galla þessarar
orðabókar Fr. O., því til þess að það mat yrði ítarlegt nægir ekki að
blaða lauslega í henni. Hér skal aðeins minst á fáein atriði, sem komið
hafa í ljós um leið og gripið hefur verið niður hér og þar.
Prentun og annar frágangur frá hálfu útgefenda er í góðu meðallagi,
en afturför er það frá eldri útgáfunni, að danskar tilvitnanir skuli ekki
prentaðar með breyttu letri. Breytta Ietrið er skilmerkilegra og flýtir
fyrir mönnum að leita. Orðaforðinn er mikið aukinn frá því sem var í
„Jónasar-bók“, og margar breytingar á íslenzkum þýðingum þeirrar bók-
ar til stórbóta. Einstaka viðbótarþýðingar, sem ég hef rekist á, virðast
þó orka tvímælis. Þannig kann ég ekki við að þýða orðið Appel með
íslenzka orðinu stefna. Appel þýðir ekki stefna í vénjulegri merkingu
þess orðs. Nær hefði verið að taka upp þýðinguna skírskotun, en hér er
Appel þýtt áfrýjun, málsskot, stefna. Orðið Libel er þýtt hér flugrit,
níðrit. Seinni þýðingin er úr „ Jónasar-bók". Fyrri þýðinguna mun Fr. G-
hafa tekið upp úr orðabók J. Byskovs. En Libel er hæpið að þýða flug-