Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Qupperneq 27

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Qupperneq 27
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR skynji söguna sem heild. Það hefur ekki inngang eða kynningu á persónum í upphafi sögunnar og engan söguþráð eða endi sem heldur utan um atburðarásina. Samloðun er lítil og fáar og einhæfar aðferðir notaðar til að líma söguna saman. Setningar eru ýmist ótengdar eða tengdar með einföldum aðaltengingum eða raðtengingum, t.d. „og“ eða „og svo“, og börnin nota enn ekki fornöfn og greini sem samloðunaraðferð í frásögn af þessu tagi. Þetta kemur heim og saman við rannsóknir erlendra fræði- manna (Berman og Slobin, 1994; Karmiloff-Smith, 1986; Shapiro og Hudson, 1997), sem og við niðurstöður fyrri rannsóknar greinarhöfundar á þróun söguþráðar og samloðunar í sögum fámenns úrtaks barna á aldrinum þriggja til níu ára (Hrafn- hildur Ragnarsdóttir, 1992). Rannsóknin 1992 leiddi í ljós miklar framfarir í frásagnarhæfni barna á aldurs- bilinu þriggja til níu ára og stórtækastar breytingar á milli fimm og sjö ára barna. Yngstu börnin lýstu einungis því sem var á myndunum í bókinni en eldri börnin höfðu náð tökum á því að segja heildstæðar sögur með inngangi, söguþræði og endi. Samhliða þróaðist samloðun frá fáum og einföldum samtengingum í hópi þriggja og fimm ára, til þess að börnin sögðu tiltölulega heildstæðar sögur sjö ára. Það var þó ekki fyrr en níu ára sem börnin sögðu sögur með hefðbundnu formi, fjölbreytilegum samtengingum og skýrri tilvísun fornafna. Allt fellur þetta ágætlega að niðurstöðum erlendra rannsókna sem fjallað hafa um þróun frásagnarhæfni barna frá ýmsum sjón- arhornum. Munurinn á sögum einstakra fimm ára barna var gríðarmikill og spannaði í raun allt frá færni dæmigerðra þriggja ára barna til dæmigerðra níu ára barna samkvæmt fyrri rannsókninni (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 1992). Fjórðungur úrtaksins voru afar færir sögumenn sem sögðu efnismiklar, samfelldar og samloðandi sögur út frá þessari löngu og flóknu myndabók. Þeir beittu mörgum og fjölbreytilegum auka- tengingum til að láta textann loða samair og það var skýrt og ótvírætt til hvaða per- sónu fornöfn og greinir vísuðu hverju sinni. Þessi hópur líktist í málnotkun sinni sjö og jafnvel níu ára börnum í fyrri rannsókn greinarhöfundar. Það hlýtur að vekja athygli að hluti fimm ára hópsins skuli vera kominn með frásagnarhæfni á við sjö og jafnvel níu ára börn, ekki síst í ljósi þess hve mikill munur er á sögum dæmigerðra fimm ára barna annars vegar og sjö og níu ára barna hins vegar. Eins og þegar hefur verið lýst, réð miðhópurinn ekki við að búa til samloðandi og samfellda sögu út frá froskasögunni. Rétt er að árétta að froskasagan er strembið við- fangsefni fyrir flest fimm ára börn og yngri. Hún er löng, hún fjallar um þrjár aðal- persónur og nokkrar aukapersónur, söguþráðurinn er flókinn og efni sögunnar ekki sprottið úr reynsluheimi barnanna sjálfra. Allt þetta gerir hana erfiða fyrir börn á þessum aldri ef marka má erlendar rannsóknir sem borið hafa saman frammistöðu barna eftir söguefni og aðstæðum. Nær öruggt má telja að fimm ára börn gætu að jafnaði sagt fullkomnari sögu ef efni hennar væri einfaldara og þeim nærtækara. Það er þó ljóst að fimm ára börn eiga eftir að taka út mikinn málþroska næstu eitt til tvö árin ef marka má rannsókn greinarhöfundar frá 1992. Loks kemur slakasti fjórðungur fimm ára hópsins út með mjög áþekkan prófíl í sögubyggingu og samloðun og þriggja ára börnin í fyrri rannsókn greinarhöfundar. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.