Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 29

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 29
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR aldri, læra að lesa og þurfa að mæta nýjum kröfum á öllum sviðum. Þau nálgast bylt- ingu í málnotkun og námsmöguleikum, sem tengist þessum breytingum öllum, og gerir þeim kleift að nota tungumálið í margvíslegum, nýjum hlutverkum - meðal annars til að læra og miðla alls kyns fróðleik og skemmtun, fyrst í talmáli og síðar líka í ritmáli. Allir eru sammála um að mikið sé í húfi að vel takist til og mikilvægt að fyrirbyggja vandamál með því að grípa til viðeigandi úrræða í tæka tíð hjá börnum sem virðast í áhættu. Athygli uppalenda og kennara beinist ekki hvað síst að málþroska barna og lestrarnámi á þessum tímamótum. Á undanförnum áratugum hefur fjöldi rannsókna sýnt að upphaf lestrarnáms tengist mjög hljóðvitund barna, og að þau sem eru slök í þessum þætti málþroska þegar lestrarkennsla hefst eiga á hættu ófyrirsjáanlegar taf- ir, vandamál og vonbrigði. Til þess að fyrirbyggja lestrarörðugleika hefur verið ráð- ist í gerð greiningarprófa og þjálfunarprógramma tengdum mál- og hljóðvitund í lok leikskóla með góðum árangri. En lestur er meira en að hljóða sig í gegnum orð. Eftir að lestrartækninni er náð færist lesskilningur í brennidepilinn - börn þurfa að geta lesið alls kyns texta sér til gagns og gamans. Og lesskilningur er álíka vítt hugtak og málþroski (sbr. inngang hér að framan) - hann byggir á bókstaflega öllu í þroska barna og þekkingu, en alveg sérstaklega á orðaforða og skilningi á samfelldu máli og samloðunaraðferðum. Rann- sóknin, sem hér er til umfjöllunar, sýnir svo ekki verður um villst að íslensk börn standa ekki síður misvel að vígi hvað þennan þátt varðar en hljóðkerfisvitund um það bil sem þau hefja grunnskólanám. Mælitæki, sem ætlað er að finna börn í áhættu- hópi, taka hins vegar sjaldnast til orðræðu í samfelldu máli, og engin sérstök áhersla er lögð á hana í skólastarfinu. Að mati greinarhöfundar er afar brýnt að hugað sé einnig að þessum þætti málþroskans á fyrstu skólaárunum, hann metinn og þjálfað- ur með viðeigandi aðferðum. Eins og fram hefur komið reyndist rannsóknin 1992 gefa mjög góða vísbendingu um stöðu fimm ára barna almennt í sögubyggingu og samloðun. Sé reiknað með að niðurstöður hennar um stöðu hinna aldursflokkanna geri það líka, má gera ráð fyrir að tveimur til þremur árum síðar hafi miðlungs fimm ára börnin tekið þroskakipp og náð góðum tökum á byggingu frásagna og samloðun í samfelldri orðræðu um eða fyrir níu ára aldur. Þetta er afar mikilvægt, m.a. vegna þess að frásagnir eru ríkjandi í lestrartextum og námsefni barna á miðstigi og gott vald á þeim hjálpar þeim að fara úr talmáli yfir í lestur og ritun. Og öfugt: reikna má með að börn sem ekki hafa gott vald á orðræðu í samfelldu máli lendi í erfiðleikum þegar kröfur um flóknari mál- notkun og læsi aukast á miðstiginu, jafnvel þó þau hafi náð góðu valdi á lestrartækn- inni. Nemendur með lestrarörðugleika á miðstigi stranda oft á því að þeir skilja ekki merkingu flókinna tenginga og ráða ekki við samloðunartengi í textunum sem þau eru að kljást við. í þessu samhengi hlýtur spáin fyrir börnin í hægfærasta fimm ára hópnum að vera nokkurt umhugsunar- og jafnvel áhyggjuefni, en samkvæmt henni yrðu þau á málþroskastigi miðlungs fimm ára barna eftir tvö ár. Nái þau ekki að vinna upp seinkunina, virðist svo sem þau stefni rakleiðis í lestrar- og námsörðug- leika þegar kemur að kröfumeiri málnotkun á og eftir miðstig grunnskóla, enda gefur 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.