Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 13
9
hvað hún inniheldur mikla feiti; síðan er tokið meðal-
tal af rannsóknunum, og það svo lagt til grundvallar,
þegar verðið er reiknað út og jafnað niður.
Hin síðustu ár hafa vcrið stofnuð mörg fjelög í
Danmörku í þeim tilgangi að grennslast nákvæmlega
eptir og rannsaka, bæði hvað hver kýr mjólkar mikið
yfir árið og hve mjólkin er feit úr hverri kú fyrir sig.
Jafuhliða þessu er fóðrið vegiðogmælt, og síðan er við
lok hvers árs athugað og reiknað út, hvernig hver
kýr hefur borgað fóður sitt, og er við útrcikninginn að-
allega byggt á smjörgæðum mjólkurinnar, cða því, hvað
hún inniheldur mikla fciti (,,Fedtprocenten“). Þcssum
fjelögum, sem nefnast „Kontrolforeninjer“, er þannig
háttað, að nokkrir bændur 10—20, slá sjer saman og
mynda eitt fjelag. Fjelagið ræður einn mann („Kon-
trolassistent11) í þjónustu sína, og fer haun frá cinum
bænum til annars og vigtar mjólkina, og rannsakar
hvað hún inniheldur mikla feiti o. s. frv. Fjelagsmonn
launa honuni; en hvert fjelag nýtur styrks af opinberu
fje. í Noregi cru menn byrjaðir á samskonar fjelags-
skap. Með þessum fjelagsskap eða fjelagsstarfscmi gefst
bændum kostur á að þekkja hverja kú i fjósinu, cða
afnot og arð þoirra, og á þann kátt er fengin leiðbein-
ing um frekari aðgerðir til umbóta. Og þegar það nú
eru smjörgæði kýrinuar, sem aðaláherzlan er lögð á, þá
er það gcfið að bændur loggja stund á, að eignast og
oiga þær kýr, or mjólka fdtri mjólk, er inniheldur
mikið smjör, eða smjörfeiti.
í Danmörku eru nú um eða yfir 1550 mjólkurbú,
stór og smá. Þeim má aðallega skipta í 3 flokka. 1.
sameignarnijólkurbú, 2. samlagsmjólkurbú og 3. sjálfs-
eignarmjólkurbú. Skal hjer stuttlega minnst á hvert
þeirra eða hvern flokkinn fyrir sig.