Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 19
16
aður þar í fjolagi. Þessi rjómabú kosta með húsum og
öllu tilheyrandi 6000—10000 kr. í sumum þeirra er
notaður gufukraptur sem hreyfiaíl. Á einu þeirra var
brúkuð steinolíuvjel, sem kostaði 1500 kr., og hafði
hún tveggja hesta afl. Eitt af þessum búum beitti
hesti fyrir strokkinn.
Stærsta rjómabúið hafði til meðferðar 1200 —1400
pd. af rjóma á dag undan 700 kúm. Eigendur þess
eða fjelagsmenn voru 150. Hið minnsta af þessum bú-
um hafði undir til búverka 300—400 pd. af rjóma á
dag undan 150 kúm. Fyrsta rjómabúið var stofnað
1888 og voru stofnendur þess að eins 9 alls, með sam-
tals 90 kúm. Þessir 9 menn höfðu búið í fjelagi fyrstu
árin; en það varaði ekki lengi þar til fleiri komu og á-
kváðu að taka þátt í fjelagsskapnum. Nú eru fjelags-
inenn 72, og eiga þeir til samans 300 kýr. Búiðhefur
nú um 800 pd. af rjóma til meðferðar á dag. Það
lætur nærri, að eptir hverja kú fáist kringum 2 pd. af
rjóma á dag til jafnaðar. En sem gefur að skilja, þá
er þetta enginn mælikvarði fyrir því, hvað mjólkin er
feit, því rjóminn getur verið svo þunnur og þykkur
sem vera vill, eptir því hve mikil mjólk er saman við
hann. Kostnaðurinn við að reka þcssi rjómabú, ásamt
vinnulaunum o. flL, var til jafnaðar 10 — 12 aurar á
hvert pund smjörs.
En hvcrjir eru nú kostir þessara rjómabúa fram
yflr vanaleg mjólkurbú? Fyrst má geta þess, að þau
þurfa minna húsrúm, færri vjelar og verkfæri o. s. frv.
Þar af leiðir, að þau kosta miklu minna en t. d. mjólk-
urbú, sem taka á móti tilsvarandi mjólk, og við það
sparast eigi iítið. í öðru lagi er flutningskostnaðurinn
minni á rjómanum heldur en allri mjólkinni, ef hún
væri flutt, eins og á sjer stað að sjálfsögðu við hin