Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 22
18
stað þann dag í dag á stöku stað, einkum í strjál-
byggðum fjallasveitum.
Syningar á sntjöri er eitt af því, sem stendur í
nánu sambandi við mjólkurbúin og smjörverkunina.
Þcssar sýningar cru tvenns konar í Danmörku, það er
stærri og minni sýningar. Hinar minni smjörsýningar
eru haldnar einu sinni í hAærjum mánuði í ílestum ömt-
um landsins. Á þessar sýningar senda mjólkurbúin
smjör, sem þar er prófað og dæmt eptir gæðum þess
og útliti. Prófdómendur eða matsmenn eru optast 2—
4. Smjörið er sent og sýnt í smádöllum eða trjebytt-
um. Verðlaun eru sjaldan veitt á þessum minni sýn-
ingum, en hvert númer fær sína einkunn. Dykir það
mest um vcrt, að fá sem beztan vitnisburð eða hæsta
einkunn. Vanalega er um leið haldinn einn eða fleiri
fyrirlestrar, sem þá optast lúta eitthvað að meðferð
mjólkur eða smjörgerð. Hinar stærri sýningar taka
yíir stór svæði, máske 3—5 ömt, og eru optasthaldnar
einu sinni á ári. Hin stærri búuaðarfjelög („Fælles-
foreninger41) gangast fyrir þessum sýningum og veita
verðlaun eða heiðursmerki fyrir hið bezta smjör, sem
sýnt er. Matsmenn við þessar sýningar eru aðminnsta
kosti að öðruin þræði búnaðarráðanautar (Konsulonter)
landsins. Fyrirlcstrar eru haldnir af völdum mönnum
á sýningunum og eru tíðast fengnir til þess landbún-
aðarráðanautarnir eða aðrir færir menn. Ostur er einn-
ig sýndur, og er hann sömu skilyrðum háður og
smjörið.
Mjóllcurslcólar í Danmörku eru að eins 3; þeir eru þessir:
í Ladelund pr. Brörup, Dalum pr. Odense og Ríp pr.
Ríp. Skólinn á Ríp er eingöngu injólkurskóli; en það
verður ekki sagt um hina. Skólinn á Ladelund er um
leið almennur búnaðarskóli, eins og þeir gjörast í Dan-