Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 24
20
II. Noregur.
Fyrirkoinulag á mjólkurbúum í Noregi er að mörgu
leyti svipað og í Danmörku. Mismunurinn er einkum
sá, að í Noregi eru þau flest ininni og að suinu leyti
ófullkomnari, sem stafar af því meðfram, að kringum-
stæðurnar eru þar töluvert öðruvísi og erfiðari viðfangs.
Noregur er, eins og mönnum er kunnagt, fjailaland;
innanhjcraðssamgöngur sumstaðar miður góðar og strjál-
byggt með köflum. Meðferð mjólkur og þrifnaði erþar
einnig töluvert ábótavant á sumum stöðum, og standa
Norðmenn í því efni að baki Döuum. Eigi að síður
er þó margt að læra af þeim að því er snertir mjólkur-
búin og fyrirkomulag þeirra.
Mjólkurbúunum fjölgar einnig árlega, þrátt fyrir
áðurnefnda erfiðlcika, sem, eins og gefur að skilja,
leggja eigi svo litlar bindranir i veginn fyrir tilveru
þeirra og starfsemi, sjerstaklega þó á vesturlandinu og
í norðlægustu hjeruðum landsins. Sem dæmi má nefna,
að á síðastliðnu ári (1898) voru á Hálogaiandi stofnuð
15—18 mjólkurbú. Jafnframt því sem mjólkurbúunum
fjölgar, batnar smátt og smátt meðferð mjólkurinnar
og smjörframleiðslan eykst. Til þess að sýna, hverja
þýðingu þau hafa, að því er smjörframleiðsluna snertir,
og hve miklu þau fá til vegar komið í því efni, skal
þess getið, að Raumdalsamt, sem er eitt af strjálbyggð-
ustu ömtunum í Noregi, flutti út af smjöri 1889 7700
kg., en 1897 nam hið útflutta smjör þaðan 708013 kg.
Sama ár var flutt út af smjöri frá þessu eina amti
96000 kg. meir en frá öllum öðrum hjeruðum landsins
til samans. í þossu amti (Raumdalsamti) er tala þeirra,
er stunda landbúnað að meira eða minna leyti, 107,519,
og nautpeningsfjöldi er nálægt 97,331. Til samanburð-
ar við þetta má geta þess, að þeir, sem lifa á land-