Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 25
21
búnaði í Noregi, eru taldir að vera 1,520,994 og tala
nautgripa 1,007,000 alls. Það má eigi skilja þessar
tölur svo, að Raumdæiingar framlciði meira smjör en
landið að undanteknu itaumdalsamti í heild sinni gerir,
þó útflutningurinn muni meiru þaðau. En það liggur
í því, að lang mestur hluti smjörsins er fluttur út; er
tiltölulega lítið selt eða notað heima. Að hinu leytinu
er það ljóst, að smjörframleiðslan er lilutfallslega milclu
meiri þar en í hinum ömtunum hverju fyrir sig. En
þetta er engu öðru að þakka en mjólkurbúunum, er
þar hafa fjölgað svo mjög' hin síðari ár. Tala þeirra
var, að því er Raumdalsamt snertir, 1890 að eins 6;
en 1897 voru þau 161. Má af þessu sjá, hve afarmiklu
fjelagsskapur og samtök geta til leiðar kornið.
Langflest af mjólkurbúunum í Noregi eru fjelags-
eign á líkan hátt og í Danmörku, að því er snertir sam-
eignarbúin þar Stundum myndast einnig hlutafjelög í
þeim tilgangi að stofna mjólkurbú og viðhalda þeim.
Hlutabrjefin eru þá optast að upphæð 25—50 kr., og
getur þá hver sem vill orðið hluthafandi, ef hann ann-
ars uppfyllir skilyrði þau, er fjelagið setur í byrjun.
Þegar mjólkurbúið er komið upp, og tekið til starfa,
kaupir það mjólkina af hlutaeigendum, ásamt ýmsum
öðrum, eptir því sem hentast þykir og kringumstæður
leyfa. Mjólkin er borguð öllum eptir sama mælikvarða
hvort þeir eru heldur fjelagsmenn eða utanfjelags.
Munurinn á hlutafjelags- og sameignarhúunum eins
og fyrirkomulagið er á þeim í Danmörku, er sá, að
seljendum mjólkurinnar er eigi gert að skgldu að loysa
hlutabrjef eða gerast meðeigendur búsins. En þeir hafa
heldur engin umráð með mjólkurbúinu, eða atkvæðis-
rjctt um málefni þess. Þeir eru með öðrum orðum
blátt áfram viðskipta-menn þess og ckki annað.