Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 29
25
[>cssu stutta yfirliti má sjá, hvílika þýðingu mjólkurbúin
hafa fyrir bændur, og afkomu þeirra, enda er gagn-
semi þeirra hvarvctna viðurkennd, bæði i Noregi og
víðar.
Eptir áðurnefndri skýrslu þá voru mjólkurbúin á
Vesturlandinu árið 1895 178 að tölu. Hreyfiaflið („Driv-
kraften41) sem notað var í þeirn, skiptist niður á þau
þannig:
Fyrir gufuafli gengu 21.
- vatnsafli — 59.
— hestkrapti — 5.
— handkrapti — 91.
ískæling var notuð á 11.
Áður en jeg skilst við þessar almennu athugasemd-
ir, skal þess getið, að síðastliðið sumar (1898), var sett
á stofn eitt mjólkurbú í Noregi, sem notar smjörvjel
(„Badiator“). Þessi vjel gerir bæði að slcilja mjólkina
og stroJdca rjómann undir eins. í ráði var að stofna
annað með sama fyrirkomulagi. Hvort þesskonar vjelar,
eða mjólkurkú, er nota þær, eiga framtíð, er eigi gott
að segja um. Það er mest komið undir því, hvort
smjörið, sem búið er til í þeim, selst eins vcl og annað
eða vanalegt smjör. Nái það áliti og cptirspurn, —
en því er ekki að heilsa enn sem komið er, — þá er
mjög sennilegt, að þeim mjólkurbúum fjölgi er taka
þær í þjónustu sína. Þcssi smjörvel, er jeg svo nefni,
er fundin upp af svenskum verkvjelafræðing, Oustav
Salenius að nafni.
Mjólkurbúin í Noregi eru vanalega aðgreind, ýinist
eptir því, hvort þau búa til smjör cða ost, eða þá eptir
stærð þeirra og fyrirkomulagi að öðru leyti. Stundum
er einnig talað um sameignarbú og hlutafjclagsbú o. s.
frv. Mestur mismunur mjólkurbúanna liggur í því