Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 30
26
tvennu, hvaða hreyfiafl þau nota, sem aðallega fer ept-
ir stærð þeirra, og hvort þau búa til smjör eða cin-
göngu ost. Hjcr vcrður þeim skipt þannig:
1. almenn mjólkurbú. 2. mjólkurbú, er einungis
búa til smjör. 3. mjólkurbú er eingöngu búa til ost.
4. mjólkurbú er nota vatn og ís. 5. mjólkurbú með
skilvindum. 6. smjörfjelög. Skal hjer stuttlega minnst
á hverja tegund þessara búa fyrir sig.
1. Almenn mjólkurbú. Þau eru hin algengustu og
búa flest til bæði ost og smjör. Eru þau ýmist sam-
cignarbú eða mynduð með hlutabrjefum. Flest þeirra
kaupa mjólk undan 200—400 kúm og hafa til meðferð-
ar 3000—6000 pd. af mjólk á dag. Sem hreyfiaíl nota
þau langflest gufukrapt eða vatnsafl og mjólkin er skil-
in í stórum skilvjelum. Yfirleitt eru þessi mjólkurbú
með sama eða svipuðu fyrirkomulagi og sameignarbúin
í /Danmörku.
2. Mjóllcurbú, er einungis bíia til smjör eru flest lít-
il og mörg af þeim nota skilvindur, sem snúið er með
hendinni. Mjólkin er skilin á búinu og rjóminn strokk-
aður, en undanrenningin er send heim til hlutaðeigenda
og notuð til heimilisbrúks eins og gengur. En vegna
þess að mörg af þessum búum heyra þeim til, er nota
slcilvindur, þá skal eigi frekara minnst á þau hjer.
3. Mjólkurbú, er eingöngu búa til ost. Þessi mjólk-
urbú eru að því Ieyti frábrugðin öðrum búum, að þau
skilja elcki mjólkina, holdur búa til ost af henni óskildri
að meira eða minna leyti. Sumum kann ef til vill að
detta í hug, að þessi mjólkurbú kosti minna en hin
vanalegu vegna þess að það þurfi færri vjelar til þeirra,
en því er þó eigi svo varið. Ostagerðin krefur sjer-
stakar vjelar og áhöld, og þess utan stærri húsakynni
til þess að geta geymt ostinn á meðan hann tekur