Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 36
32
svo að segja óþekkt hjá almenningi, enda var verðið
mjög lágt og eríitt að fá það selt. En þarfirnar uxu
þar sem annarsstaðar, og efnaskortur og peningaleysi
lagði óhjákvæmilegar hindranir í veginn fyrir allar
umbætur. Þá var það, að Raumdælingar byrjuðu fyrir
alvöru á fjelagsskap og samtökum til þess að fá á-
standinu breytt og bæta það, og á fáum árum komu
þeir upp fjölda minni mjólkurbúa moð svo litlum til-
kostnaði som auðið var. Fyrstu árin leigðu þeir opt
hús hjá einhverjum af fjelagsmönnum og ráku búiðþar.
Þetta gekk ágætlega vel, því menn voru samtaka og
vildu áfram. Þeir framleiddu meira smjör, verkunin á
því varð betri en áður gjörðist og það seldist betur og
með hærra verði. Bústýrurnar voru valdar og fjekk
engin þá stöðu, nema hún hefði verið áður á einhverj-
um mjólkurskóla, eða væri vön og æfð matselja. — En
seinna, þá er efnahagur og aðrar ástæður bötnuðu, voru
mörg af þessum búum lögð niður, eða rjettara sagt
sameinuð í stærri og fullkomnari mjólkurbú, eins og
áður er getið.
Þessi litlu mjólkurbú með skilvindum hafa yfirleitt
lítinn og ótilfinnanlegan kostnað í för með sjer fyrir
hvern einstakan fjelagsmann. Fjelagsmenn geta verið
eptir atvikum frá 8—16 og þar yflr, og kúafjöldi, sem
tilheyrir hverju búi, 30—100 o. s. frv. Á hverju þeirra
er optast ein matselja eða bústýra, og tekur hún stund-
um stúlku sjer til aðstoðar, ef mikið er að gjöra, eða
þann tíma, sem mest er að gjöra. Sum af þessuni
mjólkurbúum standa auð að vetrinum, ef mjólkin er
svo lítil, að starfsemi þeirra ekki svarar tilkostnaði.
6. Smjörfjelögin standa i nánu sambandi við
mjólkurbúin og teljast til þeirra, enda þótt fyrirkomu-
j