Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 37
33
lagið sje töluvert öðruvísi. Þessi fjelög eru þaunig
löguð, að iieiri éða færri bæudur, optast 40—70, mynda
fjelag í þeim tilgangi, að verka smjörið í sameiningu.
Mjólkiu er skilin heima og strokkuð, og að því búnu
er smjörið flutt til smjörskálans, er fjelagsmenn hafa
látið gjöra á hentugum stað innan fjelagsins. í smjör-
skálanum er það svo saltað, litað og hnoðað í samein-
ingu og selt í einu lagi, Yanalega cr rjóminn strokk-
aður einu sinni til tvisvar í viku, og verða allir fje-
lagsmenn að gjöra það hinn sama dag eða sömu daga.
Tilgangurinn með þessum fjelagsskap er sá, að
smjörið verði betur verkað, jafnara að gæðum ogmeira
að vöxtum, sem merkt er með sama einkenni. Smjörið
er selt sem smjör frá mjólkurbúum (Mejerismör) og
fæst því betra verð fyrir það en ella. Auðvitað stend-
ur það þó að baki vanalegu smjöri frá mjólkurbúum
hvað gæði þess snertir, sem skiljanlegt er. Meðferðin
á mjólkinni á heimilunum er misjöfn og geymslan á
rjómanum eigi síður. Hjer við bætist opt miður vönduð
meðferð á smjörinu áður en það kemur til smjörskálans,
og gefur því að skilja, að smjörið muni misjafnt að
gæðum áður en því er blandað saman og hnoðað. Sje
smjörið frá einhvcrju heimili mjög illa meðfarið eða
slæmt, þá er smjörseijunni (bústýrunni) gert að skyldu
að senda það heim aptur. — Af þessu má sjá, að mun-
urinn á smjörfjeiögum og almennum mjólkurfjelögum í
tilliti til smjörverkunarinnar eða gæða smjörsins er
ekki lítill. Mjólkurbúin taka á móti mjólkinni óskildri
og vanalega stuttu eptir að mjólkað hefur verið, og
fellur því allur vandi og vegsemd á það, að því er
moðferð hennar snortir o. fl. En hvað smjörfjelögin
snertir, þá hvíla, eins og áður er sagt, öll búverkin
eða matseldiu að mestu leyti á heimilunum. En reynsl-
Búna&arrit XIII. 3