Búnaðarrit - 01.01.1899, Qupperneq 39
35
verkuð sjer frá hverju heimili, en ekki í fjelagsskap.
Þó á það sjer stað, að íieiri eða færri bændur loggja
saman, hafa í seli í fjelagi og mynda þannig sameigin-
legt mjólkurbú. Mjólkin er ýmist látin setjast í vatni
eða byttum; sumir nota skilvindu. Við selin er búið
til smjör, ostur og súrmjólk. Vanalega er flutt í sel
soinni hluta maí og fyrst í júní, eptir því sem vorar.
Seinni hluta septembcrs er haldið hcim aptur og allt
flutt með sjer, bæði kýr, sumarsafn o. íi. Selin liggja
opt margar mílur burt frá héimilunum, langt upp til
dala og fjærri byggð; varir ferðin til þcirra og frá
stundum 2—3 daga.
8. Heimamatseld. Þar sem mjólkurbú hafa eigi
verið sett á stofn, er mjólkin búverkuð heima á líkan
hátt og gerist hjá oss. Sumir hafa keypt sjer skil-
vindur, og nota þær til að skilja mjólkina. Almennust
á keimilum er skilvindan „Alexander“. Margir nota
vatn, kalt uppsprettuvatn, til að skilja mjólkina, eða
láta föturnar (blikkfötur) standa í því meðan hún sezt.
Víða um Hálogaland og lengra norður, þar sem fátt er
um mjólkurbú, sá jeg þessa aðferð viðhafða. Sumstað-
ar voru notaðar uppsprettulindir og gjörður ofurlítill
mjólkurkofi við upptök þeirra, eða þá að vatnið var
leitt inn í kofann og mjólkiu látin setjast þar. Þessir
kofar voru flestir gjörðir úr grjóti (veggirnir), en þakið
var annaðhvort úr járni eða trje. Á Vesturlandinu,
þar sem ekki eru mjólkurbú, er þessi kælingar-aðferð,
að láta mjólkina setjast i vatni, almenn. Sárfáir nota
„byttur“ eða trog, en áður fyr var það almennt. Það
er helzt norður á Finnmörku og afskekktum eyjum og
bæjum, að bytturnar eru notaðar. Á mörgum þeim
heimilum, er búverka mjólkina heima, er smjörfram-
3*
fl...ÍÉII mkit..