Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 42
38
Tala nemenda er optast 8 á flestum skólunum, og fer
helmingur þeirra burt að afloknu prófi hvert ár. Þeir
þurfa ekkert að borga fyrir fæði, húsnæði og kennslu,
en ljós og þjónustu verða þeir að kaupa. Skólarnir
njóta styrks af opinberu fje, frá 2000—2800 kr.; flostir
fá þoir 2500 kr. Allir mjólkurskólarnir eru sameinaðir
mjólkurbúum til þess að hægt sje að kenna hið verklcga.
Nemendurnir vinna að búverkunum og matseldinni og
skipta verkum með sjer. Á Brandbo var því t. d.
komið fyrir þannig, að sumir piltarnir verkuðu smjörið,
aðrir sáu um ostinn o. s. frv.; og þá er þeir höfðu
verið við þessi ákveðnu verk um vissan tíma (2 vikur),
skiptu þeir um. -Þetta fyrirkomulag, að sameina mjólk-
urskólana við mjólkurbú á líkan hátt og búnnðarskól-
arnir eru sameinaðir vanalegum sveitabúum, er mjög
hentugt allstaðar þar sem meðferð mjólkur, smjör og
ostagerð er miður en skyldi eða meira og minna ófull-
komin og mjólkurbúin í barndómi. Öðru máli er að
gegna t. d. í Danmörku, þar sem mjólkurbúin hafa
náð svo mikluin þroska og fullkomnun; þar geta menn
lært öll mjólkurbúverkin á búunum. Þau eru eins
konar verklegur skóli.
Einn af mjólkurskólunuin í Noregi kennir að eins
ostagerð; það er skólinn í Stokki. Þar er eingöngu
búinn til „Schweizer“-ostur; en að öðru leyti er fyrir-
komulagið hið sama og á hinum skólunum.
III. Almennar athugasemdir.
Hjer að framan hefur þegar verið skýrt frá hinu
helzta viðvíkjandi mjólkurbúum í Danmörku og Noregi,
að því er snertir fyrirkomulag þeirra og starfscmi.
Hefði máske átt við að minnast hjer einnig á mjólkur-
búin í Svíþjóð, en því hef jeg þó sleppt. Bæði er það,