Búnaðarrit - 01.01.1899, Qupperneq 46
42
raun og veru er langtum til oflágt reiknað. Þessar
300 kýr mjólka þá allar til samans um árið (1200X
300) = 360,000 potta alls. Þessu næst er að athuga
það, hvað mikið smjör fæst úr þessari mjólk.
Það er nú töluvert mismunandi hvað mjólkin er
feit, eða hvað mikið smjör fæst úr henni. Sem dæmi
þvi til sönnunar skal jeg geta þess, að þegar sjera
Eiríkur Bríem bjó í Steinnesi, fjekk hann 1 pund af
smjöri úr 13 pottum mjólkur að sumrinu, en að eins 1
pund úr 17 pottum að vetrinum að meðaltali. Sá mis-
munur, sem er á því, hvað mjólkin er feit úr hverri
einstakri kú, stafar af ýmsum orsökum, svo sem eðlis-
fari skepnunnar, fóðrun, meðferð og heilbrigðisástandi
hennar, og verður eigi farið frekara út í það hjer. En
jafnframt því, sem mjólkin er misfeit, þá er það einnig
töluvert mismunandi, hvað feitin næst vel úr henni,
eptir því hvaða aðferð er höfð til þess. Með gömlu
aðferðinni, að láta mjólkina setjast í trogum og bytt-
um, mun mega gera ráð fyrir, að 1 pd. af smjöri fáist
til jafnaðar úr 15—16 pottum mjólkur. Það mun að
minsta kosti ekki ofhátt reiknað um sumartímann með-
an heitast er í veðri, og erflðast er að halda mjólkinni
ósúrri, nema þá því að eins, að mjólkurhúsið sje því
betra og mjólkin kæld með vatni og ís, sem fremur
mun þó sjaldgæft hjer á landi. Þegar mjólkin er skil-
in í skilvindu, næst rjóminn botur úr henni. Þá mun
mega telja víst, að 1 pund af smjöri fáist úr 12—14
pottum mjólkur, eptir því, hvaða skilvindutegund mjólk-
in er skilin í, hvað vel um hana er hirt o. s. frv. Jeg
geri nú ráð fyrir, að i dæminu hjer að framan fáist 1
pund af sinjöri úr 131/2 potti mjólkur. Sinjörið úr allri
mjólkinni nemur þá 26,666 pundum. Af þessu skil-
vindu-smjöri ráðgeri jeg, að hvert pund seljist á 60