Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 47
43
aura og mun það sönnu næst, eptir gangvcrði því, sem
nú er á smjöri. Söluverð smjörsins vorður þá samtals
(26,666X60) = kr. 15,999,60, cða nálægt 267 kr. á
hvern búanda sveitariunar.
Þessu til samanburðar tek jeg dæmi af mjölhurlúi
cða rjettara sagt. jeg ráðgeri að sama sveitin, sein get-
ið er um hjer að framan, komi sjer saman um að setja
á fót eitt mjólkurbú í fjelagi. Mjólkurbúið með öllu
tilheyrandi, geri jeg ráð fyrir að kosti um 8000 kr., og
er það vel í lagt; þar af gerir húsið 4000 kr. og vjelar
og önnur áhöld 4000 kr. Það er notuð gufuvjel á bú-
inu, sem hefur 4 hesta afl. Kolaeyðslan er 8 pd. fyrir
hvern „hestkrapt" á klukkustund, og vjelin notuð 5
stundir á dag: það verða alls 160 pd., sem eyðist af
kolum yfir daginn. Jeg geri ennfremur ráð fyrir, að
1 pd. af smjöri fáist úr 13 pottum mjólkur. Undan-
renning og áir taka hlutaðeigendur heim til sín aptur.
Búið framleiðir um árið 27,692 pd. af smjöri. Smjörið
er allt selt með sama einkenni, og hvert pund á 80
aura, að frádregnum sölulaunum og „fragt“, og verður
þá andvirði smjörsins samtals nálægt 22 154 kr. Frá
þessari upphæð dragast svo öll útgjöld mjólkurbúsins,
og eru þau þessi:
1. Smjörílát, og tekur hvert þeirra 50 pd.
á kr. 1,00............................kr. 554,00
2. Salt og litur...........................— 68,00
3. Viðhald á húsum 3 °/0 — 120,00
4. Viðhald á vjelum 6 °/0 — 240,00
5. Vextir af höfuðstól 5 °/0 ..............— 400,00
6. Laun ráðskonu (35 kr. um mán.) . — 420,00
7. Laun vinnukonu (25 kr. um mán.) . — 300,00
Flyt; kr. 2102,00