Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 48
44
Flutt: kr. 2102,00
8. Laun handa unglingsmanni, er kyndir
vjelina (20 kr. um mán.) .... — 240,00
9. Kol 150 skpd. (3 kr. skpd.) ... — 450,00
10. ís, 100 æki............................— 80,00
11. Steinolía og áburður...................— 75,00
12. Önnur útgjöld..........................— 53,00
SamtalS’kr. 3000,00
Þegar þessi útgjöld búsins eru dregin frá smjör-
vcrðinu, vorður afgangurinn 19,154 kr. eða nálægt 5‘/8
eyrir á hvern pott mjólkur er búið fjekk. Sje nú þess-
um afgangi eða upphæð jafnað niður á alla hlutaðeig-
endur búsins, koma 319 kr. á hvern mann.
Þegar borin er nú saman notkun skilvindunnar af
hverjum einstökum búanda og mjólkurbúið, þá sjezt, að
hinn upphaflegi kostnaður við að eignast skilvinduna
ásamt stro'vknum er 165 krónum á hvern búanda sveit-
arinnar; en að því er mjólkurbúið snertir, er hann
rúmar 133 kr. á mann. Andvirði smjörsins er, þegar
um skilvinduna er að ræða, 266 kr. á mann; en frá
mjólkurbúinu fær hver hluteigandi þess 319 kr. af-
gangs kostnaði. Af þessu er það Ijóst, að mjólkurbúið
veitir meiri liagnað að frádregnum öllum kostnaði við
rckstur þess, en skilvindan eða notkun hennar. Hjer
er að vísu sleppt flutningskostnaðinum á mjólkinni til
mjólkurbúsins; en aptur á móti er ekki talinn neinn
kostnaður við notkun skilvindunnar eða strokksins, og
eigi eru heldur reiknaðir vextir af höfuðstól þeim, er
liggja í þessum áhöldum. Viðhaldskostnaðinum á skil-
vindunni og strokknum er einnig sleppt. Sjest af þessu,
að skilvindunni er eigi gert aflágt undir höfði í sam-
anburði við mjólkurbúið.
Það sem hefur mest áhrif á mismun þann milli