Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 51
47
mjólkina, bæta efnahag einstaklingsins og greiða
þannig fyrir öðrum viðskiptnm manna á meðal.
6. jÞau efla fjelagsskap og samtök, og kenna mönn-
um að færa sjer í nyt kosti þá, sem frjáls fje-
lagsskipun hefur í för með sjer.
IV. Ilvað getum vjcr gjört?
Gagnvart því, sem þegar hefur verið tekið fram,
geta monn ef til vill fært það, að mjólkurbú geti eigi
þrifizt á íslandi vegna þess, að kringumstæðurnar sjeu
svo óhægar og geri tilveru þeirra, ef ekki ómögulega,
þá að minnsta kosti afar-torvelda. Jeg neita því alls
ekki, að vjer stöndum miður vel að vígi, hvað mjólkur-
búin snertir, og það getur heldur eigi verið um það að
ræða, að stofna stór mjólkurbú að svo vöxnu máli,
enda hef jeg hvergi gjört ráð fyrir því. Það væri
mcir að segja óráð eins og nú stendur á, að leggja í
þann kostuað, og muu fáum eða engum detta það í
hug.
Strjálbyggð landsins, vegaleysi og erfiðar samgöng-
ur leggja ótal hindranir í veginn fyrir stofnun stórra
mjólkurbúa eða viðgang þeirra. Þess utan er það al-
mennur skortur á þekkingu viðvíkjandi öllu því, or
lýtur að meðferð mjólkur og smjör- og ostagerð, sem
einnig kemur til greina í þessu sambandi og hefur mikil
áhrif. Einnig er á það að líta, að almenningur þekkir
lítið eða ekkert til mjólkurbúa yfir höfuð og vantar
alla reynslu, hvað þau snertir. Loks er og þess að
geta, að hugsunarhátturinn er ærið gamaldags hjá há-
vaðanum af fólki, svekktur og kúgaður af alls konar
áþján, verzlunaránauð, sveitarþyngslum og öðru fleiru,
sem oflangt yrði upp að telja. Þetta hefur þau áhrif,
að menn eru tregir til allra breytinga og nýjunga, van-