Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 53
49
En þegar litið er á ástandið, eins og það er nú,
og tekið tiilit til þess, hve erfitt muni að koma hjer á
fót mjólkurbúum í stórum stíl, þá liggur næst að spj'rja:
Ilvað ffetwn vjer ffjört? Þótt því nú eigi verði komið
við af áðurgreindum ástæðum, að reisa stór mjólkurbú,
þá er ekki þar með sagt, að allar bjargir sjeu bann-
aðar eðá allt sje ómögulegt. Þegar ekki er hægt að
fá það, sem cr bezt eða fullkomnast, láta flestir sjer
nægja um stund að taka það, sem næst er því bezta.
Það er sjaldgæft, að langferöamenn geti náð takmarki
sínu í einum áfknga, heldur á þeir hestum sínum og
hvíla sjálfa sig, og safna á þann hátt nýjum kröptum,
til þess að geta því betur haldið ferðinni áfram næsta
áfanga. Líkt þessu verðum vjer að haga oss, hvað
búskapinn snertir.
En þá er þessu næst að leita eptir eða athuga, hvað
gjört verður og gjöra þarf í þessu efni. — Þegar litið
er á reynslu Norðmanna og Dana viðvíkjandi mjólkur-
búunum, þá er ýmislegt af henni að læra, sem komið
getur að notum á einn cða annan hátt. Sjerstaklega
vil jeg benda á mjólkurbúin í Noregi, sem nota vatn
og ís, og í öðru lagi á rjómabúin í Danmörku (Jót-
landi). Þessi þrenns konar bú geta öll kornið til greina,
með viðeigandi breytingum, þegar um ísland er að
ræða. Skal hjer á ný stuttlega minnst á hvert þeirra
fyrir sig.
Mjólkurbúum, sem nota vatn og ís, cr lýst á bls. 27
—30, og vísa jeg til þess. Aðferðin á þessum búum
er sú, að mjólkin er látin setjast í vatui, og til þess
að halda því sífellt köldu er notaður ís. Kostnaðurinn
við þetta fyrirkomulag er optast lítill og ótilfinnanleg-
ur. Á þessum búum er vanalega strokkað með hest-
eða vatnsafii. Að vctrinum gæti það að vísu farið svo,
Btinaöarrit XIII. 4