Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 54
50
að þessi aðferð yrði ekki notuð vegna frosts og kulda.
En það þarf kcldur naumast að gjöra ráð fyrir því, að
mjólkurbúin gengju um káveturinn, að minnsta kosti
ekki fyrst um sinn, því þá er vanalega lítið um mjólk,
eins og til kagar kjá oss. En verði breyting á þessu,
er ávallt hægt að skipta um og nota skilvindu í stað
vatnsins, án þess að neinu sjc spillt. Pað á vel við
á þessum búum, að gjöra tilraun með ostagerð. Hvað
kostnaðuriun er í byrjun að koma upp slíkum mjólkur-
búum, fer eptir stærð þeirra eða mjólkur'magni.
Mjólkurbú með skilvindu eru að mörgu leyti hent-
ug eins og til hagar hjá oss. Pessum mjólkurbúum er
nokkuð lýst á bls. 30 — 32 hjer að framan. Þau eru
töluvert almenn sumstaðar í Noregi, bæði á Háloga-
landi, en einkum þó í Eaumdalsamti, og hafa gjört
þar ómetanlegt gagn. Stærð þeirra og fyrirkomulag
fer að sjálfsögðu eptir því, hvernig til hagar á hverjum
stað fyrir sig, eða þar sem þeim er komið á fót. Fje-
lagsmenn eða hluteigendur gcta verið frá 10—20 eptir
ástæðum, og enda færri, ef svo sýnist, og kúafjöldi frá
40—100 og þar yfir. í Raumdalsamti eru t. d. nokkur
skilvindumjólkurbú, þar sem eigendur eða sameigna-
inennirnir eru ekki fleiri en 8—14, með 50—80 kúm.
Þau kosta vanalega með öllu tilheyrandi frá 1200—
2500 kr. Það sjest af þessu, að skilvindumjólkurbúin
eru mismunandi að stærð, sem fer eptir því, hversu
þjettbýlt er o. s. frv. Gætu þau, að öllum líkindum,
átt við eða orðið að notum í flestum, ef ekki öllum,
hjeruðum landsins að meira cða minna leyti. Ættu
íslendingar að fara þar að dæmi Norðmanna, sjerstak-
lega Raumdælinga, og koma á fót skilvindumjólkurbú-
um og byrja nú þegar á samtökum í þá átt. Mjólkur-
bú af þessari gerð, sem hjer hefur verið minnst á,
A