Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 55
51
nota, eins og nafnið bendir til, skilvindur, sem snúið
er með hendinni eða hesti beitt fyrir. Bezt er á þess-
um báum að útvega og nota „Alfa Baby“ eða „Alfa
B.“, eptir því hvað mjólkin er mikil, sem búið hefur
daglega.
Þessar skilvindur kosta 260—430 kr., og skilja
150—350 potta á klukkustund. Einnig má nota „Al-
exandra“ nr. 9^/a—ÍO1/^, er kosta 175—250 kr., og
skilja nálægt 300 pottum á klukkustund. Enn fremur
skal jeg nefna skilvinduna „Holstebro“ (nr. 1—2), er
kostar 200—275 kr., og skilur 120—200 potta á kl,-
stund.
Allar þessar skilvindur eru góðar, enda þótt „Alfa“
sje þeirra bezt. Iíún skilur betur eða hreinna en hinar,
gengur rólega og hcfur lágt, og er auðvelt að halda
henni hreinni. Búið þarf einnig að eiga strokk af til-
svarandi stærð, t. d. „Alfa“-strokkinn, er kostar 55—
95 kr. Ymsa aðra strokka mætti einnig nota, og eru
surnir þeirra ódýrari en „Alfa“-strokkurinn, en naum-
ast eins góðir.
Á hverju búi þarf að vera ein bústýra eða mat-
selja, er hefur á hendi aðalstörfin á mjólkurbúinu og
alla umsjón með því. Þarf hún að launum 25—30 kr.
um mánuðinn og auk þess ókeypis bústað. Ef búið er
stórt, getur hún tekið sjer til aðstoðar unglingsstúlku,
að minnsta kosti þann tíma, sem mjólkin er mest.
Sje skilvindunni snúið með hondinni (ekki notaður hest-
ur eða vatn til að hreyfa hana), þá ættu bændur eða
sameignarmenn búsins að lána mann til skiftis, sinn
daginn hver, til þcss að hjálpa bústýrunni að skilja
mjólkina. Tæki það ekki meira en 2—3 stundir á dag,
og væri það undir flestum kringumstæðum ótilflnnan-
legt fyrir hluteigendur, en ljetti undir með bústýrunni,
4*