Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 56
52
enda er það lýjandi verk að skilja mikla mjólk í skil-
vindu.
Pað er enginn eíi á því, að mjólkurbú með þess-
ari gerð eða svipuðu fyrirkomulagi og hjer hefur vcrið
bent á, kosta tiltölulega mikið minna en ef hver
einstakur meðeigandi þeirra fengi sjer skilvindu eða
strokk. Með stuttum samanburði má sýna mismuninn
á kostnaðinum, og tek jeg til hliðsjónar, mjer til hjálp-
ar, sama dæmið og getið var um hjer að framan (bls.
41—42), af sveitarfjelaginu, þar sem voru 60 búendur. En
í stað þess, að hver þessara búenda útvcgi sjer eða
kaupi skilvindu og strokk fyrir 165 kr., skipta þeir
sveitinni í 6 sldlvindubú, og hefur hvert þeirra til
meðferðar 200 potta af mjólk á dag að jafnaði. Búið
gengur stöðugt í 10 mánuði af árinu, en starfarekkert
í 2 mánuði um miðjan veturinn, því þá er mjólkin svo
lítil. Það notar „Alfa Baby“, er kostar 260 kr., og
„Alfa“-strokkinn, sem kostar 75 kr. Hvert þessara 6
mjólkurbúa kosta þá í byrjun það sem hjer segir:
Mjólkurskálinn*............. 800 kr.
Skilvindan.................. 260 —
Strokkurinn.................75 —
Hitunarvjel með pípum . . 80 —
Mjólkurílát.................50 —
Önnur ílát og áhöld . . . 35 —
Samtals: 1300 kr.
Hinn upphaflegi kostnaður er eptir þessu 130 kr. á
mann, í staðinn fyrir 165 kr., hefði hver þcirra keypt
sjer skilvindu og strokk.
*) Hjer með cr ekki talinn aðflutningur á efnivið til mjólkur-
búsine, en það or gert ráð fyrir, að hluteigendur annist hann í
fjelagi án sjeretaks ondurgjalds frá hálíu búsins.