Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 57
53
Það er auðsætt og gefur hverjum manni að skilja,
að því stærra sem búið er, þess minni verður kostnað-
urinn tiltölulega á hvern sameignarmann. En þaðmun
þó reynast svo, að í þessu efni er betri lítill fjelags-
skapur en enginn. Það er betra og verður affarasælla,
þegar á allt er litið, að koma upp smáum mjólkurbú-
um, heldur en að hver einangrist sjer og vilji ekki
vita af neinum fjelagsskap; það hefur reynslan sýnt í
Noregi og víðar.
Hvað snertir hinn áriega kostnað við rekstur
mjólkurbúsins, sem hjer hefur verið minnst á, þá er
sama um hann að segja, að hann er optast því meiri
sem búið er minna. En þó mun það reynast svo hjer,
eigi síður en við stofnun búsins, að hinn árlegi kostn-
aður verður tiltölulega minni en við notkun skilvind-
unnar á hverju heimili. Þessu til skýringar skal hjer
gerð áætlun um kostnað við rekstur búsins, sem getið
er um hjer að framan (bls. 52).
Eptir áðurgerðri áætlun um smjörframloiðsluna í
dæminu um mjóikurbúið (bis. 43), þá koma til jafnaðar
á hvert þessara 6 minni mjólkurbúa 4615 pd. Pundið
rcikna jeg á 80 aura, eins og áður, og gerir það (4615
X 80) 3692 kr. alls, sem eru tckjur búsins. Útgjöldin
eru þessi:
1. Smjörílát 92 (1 kr. hvert) .... 92 kr.
2. Viðhald á húsi og vjelum 5°/o • • • 65 —
3. Vextir af höfuðstól 5°/0 .........65 —
4. Laun bústýru (25 kr. um mán.) . . 300 —
5. Salt og hitun.........................12 —
6. Eldiviður og olía.................... 50 —
7. Að safna ís...........................20 —
8. Önnur útgjöld.........................88 —
Samtals: 692 kr.