Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 63
59
yrðu þá ef til vill fúsari á að selja mjólk sína til bú-
anna. En hvað scm þessu líður, þá eru, að mínu áliti,
samcignarbúin það, som einkum og sjcr í lagi verður
að hafa fyrir augum, þegar um það er að ræða, að
koma á fót mjólkurbúum hjer á landi.
Jcg enda svo línur þessar með þeirri ósk, að þessu
málefni — stofnun mjólkurbúa — verði gaumur gefinn,
og að bændur og búalið leggist á eitt og taki höndum
saman til þess að hrinda því áfram. Ástand landbún-
aðarins er þannig nú, að það verður að gjöra eitthvað
til þess að hjálpa því við, og það er sannfæring mín,
að mjólkurbúin sjeu eitt af þvi, og eitt það fyrsta og
heizta, er geti bjargað honum og hafið hann upp. Jeg
treysti því þess vegna, að allir góðir íslendingar styðji
þetta mál með ráðum og dáð, og ekki sízt þeir, sem
lifa að meira eða minna leyti á landbúnaði. Ef allir
vinna að því með áhuga og fyigi, að greiða götu þessa
málefnis á einn eða annan hátt, þá verður þess ekki
langt að bíða, að mjólkurbúin rísi upp og verði almenn.
Það, sem mestu varðar, er það, að menn hafi trú á
málefninu, að það sje gott og þarft, samfara einbeittri
trú á framför og framtíð landbúnaðarins og þjóðarinn-
ar. Og loks þurfa menn, eigi einhverju að verðafram-
gengt. að hafa óbilandi trú á sjálfa sig, á mátt sinn
og megin, og cf þessi trú er sterk og byggð á föstum
grundvelli, þá er sigurinn vís.