Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 66
62
Er mögulegt, að sk'ogar geti ]>rifizt á Islandi?
Hjér kemur margt til athugunar og fyrsta spurn-
ingin er sú: Hafa skógar vaxið hjer áður? Sú er
skoðun þeirra manna, sem mest hafa rannsakað slíkt,
og styðst hún einkum við fornsögur vorar og leyfar
þær af fornum skógum, sem enn finnast í mýrunum.
Jeg ætla mjor eigi að færa hjer íloiri ástæður fyrir því,
hve skógarnir hafl verið útbreiddir til forna; en mjer
verður ósjálfrátt, að koma með aðra spurningu: Hvern-
ig hafa skógarnir eyðilagzt? Er það veðuráttan, sein
hefur þannig breyzt, að nú getur enginn skógur vaxið
lengur, eða er það moðferð sú, sem skógarnir hafa orð-
ið að sæta, sem hefur eyðilagt þá? Hið síðarnefnda án
efa. Og hvernig? Á íslandi mun aldrei hafa verið
annað en bjarkarskógar. Eigendur þeirra muuu sjaldan
hafa hugsað um annað, en að hagnýta sjer gæði slcóg-
anna eptir því, sem þörf þeirra og kringumstæður leyfðu,
án þess að hugsa um hver áhrif slik meðferð hefði á
líf og framtíð skóganna. Þekkingin í þeim efnum mun
og hafa verið af skornum skammti. — Hafa þannig
skógarnir verið höggnir hugsunarlaust á hvaða tíma árs
sem var, enda um hávetur, þó eigi næðist betur til
rótarinnar, en svo að 2—3 álna langir stúfar stæðu
eptir.
Til þess að geta gjört sjer enn betur ljósar orsak-
ir til eyðileggingar skóganna, verður maður að þekkja
lífsskiiyrði þeirra og æxling.
Björkin (birkið) getur myndazt með þrennu móti:
með fræi, stofnfrjóöngum (stubbeskud) og rótarfrjóöng-
um (rodskud).
Höfum vjer nú eyðilagt þessi myndunarskilyrði ?
í tilliti til hins fyrsta skilyrðis, má geta þess, að fræ
bjarkarskógarins hefur mjög lítinn gróðrarkrapt (spire-