Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 68
64
um skiftir af ungum skógartrjám og hindrað vöxt ann
ara. Jeg á hjer við sauðfjeð, sem beitt hefur verið
miskunarlaust í skógana. Sauðkiudin eyðileggur með
hægu móti hinar ungu skógviðarplöntur, og áhrif eyði-
leggingar þeirrar, sem hún veldur, nær einnig til hinna
stærri trjáa. Þegar toppgrein af einhverju trje er bitin
af, vex hin næsti hliðarknappur út og hcldur lengdar-
vexti trjesins áfram, en við þetta kemur bugða á trjeð,
það verður kræklótt.
En hverjar afleiðingar hefur svo eyðilegging skóg-
anna haft? Menn hafa tapað afurðum þcim, sem skóg-
arnir veita. Landið hefur blásið upp. Þar sem áður
var blómlogur skógur, eru nú snauðir inelar, roksandar
eða óræktar inýrar. Þetta ber sorglegan vott um rækt-
arleysi þjóðarinnar við land vort. Dæmi þessu til sönn-
unar er varla þörf að nefna. Jeg skal að eins minna
á melaua fyrir utan og vestan Háls í Fnjóskadal; og
allar þær mýrar, sem leifar af fornum skógum finn-
ast í.
Hvarf skóganna hefur og óbeinlínis haft áhrif á
veðuráttuna. Það er þó eigi vor ætlun, að skógarnir
hjer á landi hafi verið svo stórvaxnir, að bein áhrif
þeirra á loptslagið hafi verið mikil. Þó cr eigi hægt
að ganga fram hjá einu atriði, sem hlýtur að hafa valdið
nokkrum breytingum í því ofni, en það tel eg óbein-
línis.
Hinar ýmsu jarðtegundir hitna mismunandi fljótt
af geislum sólarinnar; mest hitnar sandur og svört
moldarjörð, minnst vot mýrarjörð. Á hana hafa sólar-
geislarnir minnst áhrif, enda gengur mestur- hitinn til
að breyta hinu kalda vatni í gufu. Þar sein eru stór
ir mýraríióar eru því næturfrost tíð. Skógivaxið land
tekur að vísu seint á móti hitanum, en sleppir honum