Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 73
69
Eini má rækta í trjáreit* og planta sem önnur skógar-
trje.
Vjer höfum nú nefnt hin helztu skógartrje, sem
heyra til barrtrjánna, en þau mynda aðallega alla skóga
í Noregi.
Nú skulum vjer nefna nokkur lauftrje.
Lauftrje hafa það sameiginlegt, að þau fella öll
blöðin á haustin (með örfáum undantekningum). Þau
æxlast með fræi, nokkur með rótarfrjóöngum (rodskud),
en flest með stofnfrjóöngum (stubbeskud).
Björlc (Betula). Af henni ern til margar tegundir,
sem hver um sig getur þó verið nokkuð breytileg að
útliti, og ber grasafræðingum vart saman um einkenni
tegundanna.
Tlmbjörk (B. odorata). Þossi tegund myndar aðal-
lega bjarkarskógana í Noregi og víðar. Trje þetta
þolir bæði mikinn hita og kulda og þrífst bæði í vot-
lendi og þurlendum jarðvegi. Limið þolir ekki að
standa í skugga annara trjáa. Rótin vex skammtniður
i jörðu, en skýtur út löngum hliðarrótum. Ilmbjörk
getur orðið 30—35 álna há; hún verður fullþroska
40—50 ára gömul, en gotur þó lifað allt að 100 árum.
Þegar hún er 10 ára, getur hún borið fræ hvert ár,
sem í Noregi verður fullþroska í ágúst og september.
Það er hægt að rækta hana bæði af fræi og stofn-
frjóöngum. Ilmbjörkin vex um allan Noreg. í sunnan-
verðum Noregi vex hún 3500 fet yfir sjávarmál, en í
Pinnmörk 1000 fet. Björkin vex mjög seint fyrstu
árin. Hinir stærstu bjarkarskógar eru á Þýzkalandi.
*) Trjftreitur (planteskole) or sft staður nefndur, par sem sftð
er fræi ýmsra trjátegunda og hin ungu trje látin vaxa, þar til
þau hafa uáð þoirn þroska, að hægt or að grððursetja þau á þeim
stöðum, þar sem þeim er ætlað að vaxa til fulls.