Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 75
71
hátt. Er helzt gróðursett í Noregi nálægt bæjum eða
í görðum. Berin eru æt.
Heggur (Prunus padus) getur bæði -v axið sem runn-
ur og trje, sem verður 15 álna hátt. Heggur vex um
allan Noreg, en þolir varla svo óblíða veðurátta sem
reynir.
Selja (Salix caprea) er af sömu ætt og víðirteg-
undirnar. Seljan verður álíka stór og reynir. Þrífst
bezt í deiglendum jarðvegi; vex nm allan Noreg.
Ösp (Populus tremula, P. monilifera og P. balsamifera)
getur vaxið í Noregi norður að 70° nbr. Trjátegundir
þessar vaxa mjög íljótt.
Margar fleiri trjátegundir vaxa í Noregi enn þær,
sem hjer eru taldir, svo sem: Askur (Fraxinus excelsior),
hlynur (Acer platanoides), eik (Quercus pedunculata),
bæki (Fagus silvatica) og linditrje (Tilia parvifolia) o. fl.
Trjátegundir þessar vaxa allar í Noregi sunnan-
verðum og sumar jafnvol norður á Hálogalandi. Varla
má þó vænta, að nokkur þeirra geti þriflzt á Islandi.
Af runnum vaxa margar tegundir í Noregi, sem vert
væri að reyna á íslandi og skulum vjer nú að eins nefna:
Rauðberjarunna (Ribes rubrum), sólber (R. nigrum),
stikkeisber (R. grossularia), hindber (Rubus idæus),
yllir (Sambucus nigra) og margar fleiri. Enn fremur
væri vert að reyna jarðarber (Fragaria).
Eptir að hafa gjört þetta stutta yfirlit um hinar
helztu trjátegundir, sem vaxa í Noregi, verður að að-
gæta, hver hin helztu vaxtarskilyrði sjeu fyrir trjáteg-
undir þessar. Þetta verður bezt gjört með samanburði
á jarðvegi, lopthita og úrkomu í Noregi og á íslandi,
og slculum vjer nú aðgæta þetta eptir þeim efnum, sera
fyrir hendi eru.
Hvað viðvíkur jarðvegi á Islandi og í Noregi, þá