Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 76
72
verður erfiður samanburður á honum. Yor jarðvegur
hefur mjög lítið verið rannaakaður efnafræðislega. Pau
fáu sýnishorn, sem hafa vcrið rannsökuð,* sýnast benda
á, að hann sje mjög góður. Á þessu er þó lítið hægt
að byggja. En nú verðum við að royna aðrar leiðir.
Jarðvegurinn myndast að nokkru leyti af borgteg-
undum þeim, sem löndin eru byggð af. Af áhrifum hita
og kulda, storma og rigninga molna bergtegundirnar
sundur og við það myndast möl, sandur og leir, allt
eptir því, hvað sundurskiptingin er fullkomin. Þegar
sundurskiptingin er byrjuð, koma jurtirnar tilsögunnar:
fyrst hinar óæðri, skófir og mosar; þær taka til sín
efni úr loptinu og breyta þeim. Þegar vaxtarskeið
þessara jurta er endað, deyja þær út og rotna. Þannig
gengur það koll af kolli; smátt og smátt verða jurt-
irnar fullkomnari og jarðvcgurinn rneiri. Jarðvcgur-
inn er þannig myndaður af bergtegundum, af öfiuin
náttúrukraptanna og af efnum úr loptinu, sem jurtirn-
ar hafa uminyndað, en við dauða sinn og rotnun skilið
eptir sem cinn hluta jarðvegsins. Það er hin svo nefnda
moldjörð (humus). Frumefni hennar eru optast hiu
sömu.
Efnasamsctning jarðvegsins er þó að miklu leyti
komin undir því, hvernig bergtegundirnar eru samsett-
ar og hvc auðvcldlega þær hafa molnað suudur.
Noregur er byggður af ýmsum bergtegundum.
Mestur hluti landsins er þó byggður af gneis og granit.
Bergtegundir þessar mynda allgóðan jarðveg fyrirskóg-
artrje. Sem kunnugt er, er ísland að miklu leyti
byggt af blágrýti (basalt, dolerit). Efnasamsetning þess-
ara bergtegunda hefur lítið verið rannsökuð hjer á landi,
*) P. Feilberg : „Græebruget pá Islandu, bls. 8.