Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 77
73
en maður verður að ætla hana nokkurn veginn hina
sömu og hún er í samskonar borgtegundum erlendis,
en þær eru altíðar á Færeyjum, Skotlandi, írlandi,
Yogesafjöllum í Mið-Bvrópu, á Skáni í Svíþjóð og víð-
ar.* Bergtegund þessi er þar álitin að mynda einhvern
hinn bezta jarðveg fyrir skógartrje.**
Líti maður á jurtagróður í Noregi, þar sem er ó-
ræktað og skóglaust land, þá sjer maður víðast lyngi
vaxna jörð (beitilyng). Beitilyngið er optast hinn ein-
asti gróður; allt annað verður að víkja fyrir því. Þá
eru þar og fjallshlíðar, þar sem enginn jarðvegur hefur
nokkurt viðnám vegna rigninganna. Óræktar mosa-
mýrar eru þar að síðustu allvíða upp til fjalla, þar sem
varla vex annað en mosi. En á öllu þcssu er þó hægt
að rækta (planta og sá) skóg. Þaö hafa Norðmenn sýnt.
Jurtagróður íslands ber vott um að jarðvegurinn þar
er mikið betri en víðast hvar í Noregi.
Til þess að nokkur iarðargróður geti þrifizt, er
hitinn nauðsynlegur. Hitinn er mestur við miðjarðarlínu,
en minnkar eptir því sem norðar dregur, eða
eptir því sun hærra kemur yíir sjávarmál. Eptir hin-
um mismunandi hitastigum loptslagsins breytir jarðar-
gróðurinn útliti. Það mætti ætla, að við sama meðal-
hita árs gætu hinar sömu jurtir þrifizt. Þetta er þó
ekki svo. Það er sagt,*** að í hitabeltinu gcti trje
þrifizt þar sem meðalhiti árs er + 12° Cels., í tempr-
aða beltinu við +1,5°C. og í kuldabeltinu þar sem með-
alhiti árs er -s- 38/á° C. Þessi mikli mismunur segja
*) Salmonsens Konversationsleksikon II. b. 63tj bl.
**) A. E. Holmgren: Liiran om jordmiin och klimat. 1878.
bls. 50.
***) A. E. Holmgren : Laran om jordmiin och klimat. 1878.
bls. 186.