Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 81
77
Til samanburðar má enn fremur geta þess, að hinn
mesti hiti sem mældur hefur verið er í:
Celsius:
júní júlí ágúst.
Stykkishólmi + 19,9 + 17,2 + 22,0.
Berufirði + 25,4 + 26,3 +20,7.
Árið 1896 var sumarið að meðaltali nokkuð heit-
ara en vanalega í norðanverðum Noregi, þá var mest-
ur hiti í:
Vardö 16° C. 21 júlí.
Alten 27° — 11 —
Tr,omsö 21, 8° C. 5 júlí.
Bodö 26° C. 3 júlí.
Það gegnir furðu hve lítið munar á sumarhitanum
t. d. á Akureyri og í Hafnaríirði
í maí er 1,7° heitara í Hafnarfirði.
- júní er 0,3° —
- júlí er 1,0° — ---------
-ágúst er 1,1° — - -----
- sept er 0,6° — ---------
Fyrir allt sumarið er hitinn að eins tæpu einu stigi
hærri á Hafnarfirði. Hið sama hlutfall kemur fram við
samanburð á hitaskýrslum frá fleiri stöðum á Suður- og
Norðurlandi. Þó meðalbiti ársins sjo hærri fyrir sunn-
an, liggur það mest í því, hve vetrarkuldarnir eru þar
minni en fyrir norðan. Þetta ættum vjer Norðlendingar
að athuga, því það sýnist benda á. að hjer geti ef til
vill verið eins góð skilyrði fyrir trjárækt og garðyrkju
sem á Suðurlandi.
Nú höfum vjer athugað jarðveg og loptshita lands-
ins, en þá er næst fyrir að athuga úrkomuna. Það
hafa sumir haldið því fram, að hún væri svo mikil á
íslandi, að vegna hennar gætu trje ekki þrifizt þar.