Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 83
79
3. Að hafa á hendi umsjón og störf við hinar ýmsu
gróðrarstöðvar, sem ríkið kostar.
4. Að stjórna gróðursetningunni þar sem ríkið lætur
planta skóg.
í sambandi við þetta má geta þess, að árið 1898
eru útgjöld til skógræktar af ríkissjóði Norðmanna á-
ætluð 369,361 kr.* Hjer af er sjerstaklega ætlað til að
planta og sá skógi 52,100 kr. og til styrktar bændum,
sem vilja rækta skóg 11,000 kr.
Skógræktarfræðinni má skipta í þrjá kafla.**
Slcögvernd (Skogskjötsel), sem er kenningin um
meðferð skóganna eptir ákveðnum grundvallarreglum,
einkum um það, hvernig hann er höggvinn og yngd-
ur upp.
Skögnot (Skognytning), sem er kenningin um hag-
nýting á afurðum skógarins, með tilliti teknu til skóg-
verndunarinnar.
Skógskipting (Skoginddeling). Pað er skipting skóg-
arins í hæíilega stóra parta til viðarhöggs. Er skipt-
ing þessi fyrst miðuð við stærð skóganna, og að öðru
leyti við þroska þeirra, aldur, legu og hverjir hentug-
leikar eru á því, að koma afurðunum til markaðs.
Það er eigi tilgangur vor, að fara langt út í hinar
ýmsu greinar skógræktarfræðinnar, enda mundi slíkt
hafa litla þýðingu fyrir oss Islendinga, sem enga veru-
lega skóga höfum. Það er þó nauðsynlegt, að kynna
sjer nokkur atriði skógverndunarinnar.
Þegar skógurinn er höggvinn eptir rjettum regl-
um, er það gjört á þann hátt, að auðvelt sje að yngja
l
*) Sama íir eru önnur útgjöld til landbúnaðarinB af ríkissjóði
,463,782,99 kr.
**) N. Martena Yeiledaing i skogstol.