Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 84
80
skóginn upp aptur, sem annaðhvort er gjört með fræi,
eða stofnviðargræðslu (stubbeskud).
Barrskógar eru höggnir þannig, að sjerstök svæði
eru berhöggvin. Stundum eru þá skilin eptir sjerstök
trje, sem eiga að bera fræ, sem síðan dreifist út yfir
hið höggna svæði. Stundum er þetta gjört í smærri stíl, og
engin einstök trje skilin eptir, en skógarröðiu látin
vinna hlutverk þeirra.
Hjer verður þó jafnan að gæta þess, að jarð-
vegurinn sje þannig, að fræið geti gróið í honum.
Sje hann vaxinn grasi eða lyngi, er nauðsynlegt að róta
honum um, annaðhvort með plóg eða á annan hátt.
Með þessari aðferð verður hið höggna svæði aptur skógi-
vaxið eptir 10—15 ár.
Önnur aðferð er sú, að sá fræi á hinu höggna
svæði. Eru þá ferhyrndir blettir pældir upp með 2—3
álna millibili og trjefræi sáð í þá. Þessi aðferð er að
vísu kostnaðarmeiri en hin fyrrnefnda, en svæðið verður
fyrr skógivaxið.
Hin þriðja aðferð er, að gróðursetja strax ung
skógartrje, á því svæði sem hefur verið höggvið. Þetta
er hin vissasta og fljótasta aðferð til að yngja upp skóg-
inn, og af þeirri ástæðu er hún meir og meir að ryðja
sjer til rúms í þeim löndum þar sem skógarrækt er í
góðu lagi.
Sem stofnfrjóangar vaxa ýms lauftrje svo sem
björk, eik og elri. Vjer höfum áður stuttlega lýst því,
hvernig æxlun þessari er varið. Trjen eru höggvin á
haustin, svo nærri jörðu sem mögulegt er. Næsta ár vaxa
upp frá stofninum smáviðarteinungar. Eptir 5 ár eru
hinir veikari skornir burt, svo að hinar kraptmeiri hrísl-
ur geti vaxið þeim mun meira. Þegar birkið er rækt-