Búnaðarrit - 01.01.1899, Page 85
81
að á þennan hátt, er það höggvið 30—40 ára gamalt.
Sum trje, cn oinkurn runnar, æxlast með hinuin svonefndu
ársfrjóöngum (stiklinger). Ársgamlir frjóangar eru þá
skornin af móðurtrjenu, og settir í jörðu þannig, að
tveir eða þrír efstu knapparnir standa upp úr. Knapp-
arnir niður í jörðinni springa þá út. Bn þeir mynda
eigi blöð og greinar, svo sem ætlunarverk þeirra var
upphaflega, heldur ummyndast þeir og verða að rótum.
Hinir efri knappar hafa nú það hlutverk eingöngu að
sjá fyrir greina- og blaðmyndun hins nýja trjes. Á
þennan hátt má æxla selju, víðirtegundir allar, ribs
og marga fleiri runna.
Þar sem land er skóglaust, er eigi hægt að færa
sjer í nyt kosti þá, sem skógivaxið land hefur, til að
yngja upp skóginn aptur. Hjer verða menn neyddir
til að hafa trjáreit (Planteskole) og skulum vjer því
lýsa honum stuttlega.
Fyrir trjáreit er valinn staður, sem álitinn er heppi-
legur til ræktunar fyrir trjá- og runnategundir. Jarð-
vegurinn er undirbúinn á líkan hátt og við garðyrkju.
Að því búnu er sáð í hann trjáfræi og ársfrjóangar
(stiklinger) gróðursettir. Þctta er nokkurs konar upp-
eldisstöð fyrir hin ungu trje eða runna-tegundir. Fræið
keinur stundum upp samsumars (greui, fura, björk), en
stunduin liggur það eitt til tvö ár í jarðveginum (reyn-
ir, heggur o. fl.). Því fræi, sem fljótt kemur upp, er
sáð á vorin, hinu á haustin. Fræinu er venjulega sáð
í raðir með 4—5 þuml. millibili, og svo þjett á hinn
bóginn, að hver plantan stendur við aðra. Þannig geta
staðið á oinum 25 □ föðmum 10,000 plöntur. Yið sáðn-
inguna eru brúkaðar ýmsar aðferðir, sem vjer skul-
um eigi lýsa nákvæmar.
Næsta ár eru sumar tegundirnar, t. d. fura, teknar
Bttuaöunit XIII. ö