Búnaðarrit - 01.01.1899, Síða 86
82
upp úr fræreitunum og plantaðar í öðrum (stað) reitum
með 2—6 þuml. millibili. í. liinu nýja heimkynni eru
þær svo látnar standa 1—2 ár. Aðrar tegundir eru
látnar standa lengur í fræreitunum t. d. björk opt 3 ár.
E>að yrði oflangt mál að tclja upp, hve langan tíma
hver tegund þarf að standa í trjáreitnum og flj'tjast þar
til, þaDgað til hún er svo þroskuð, að hægt sje að flytja
hana og gróðursetja á þeim stað, þar sem henni er
ætlað að vaxa til fulls. Þetta er mjög mismunandi
eptir því hver tegund er.
Við hvern trjáreit hefur það afarmikla þýðingu, að
fræ það, sem notað er, sje aflað á þeim stöðum, þar sem
veðurátta og jarðvegur er sem líkastur því, sem er í
trjáreitnum. Því myndi það vera áríðandi, ef komið
yrði upp trjáreit hjer á landi, að fræ yrði fengið frá
sem norðlægustum löndum, að hægt er að fá það.
Þcgar hið unga trje hofur náð þeim þroska, sem
álitinn er nógur til þess, að það geti vaxið annarstað-
ar, er það tekið úr trjáreitnum og flutt þangað, sem
því ér ætlað að vaxa til fullnustu. Gróðursetningin er
nokkurt vandaverk, sem varla cr hægt að kenna öðru-
vísi, en verklcga. Þess þarf nákvæmlega að gæta, að
rætur plöntunnar skaðist sem minnst, og að hin fúnu
rótar hár, sem hafa það ætlunarverk, að draga næring
til plöntunnar úr jörðunni, nái eigi til að visna. Plant-
an er gróðursett jafndjúpt og hún hefur áður staðið,
ræturnar þarf að laga svo til, að þær liggi sem líkast
því, sem þær hafa áður legið, og moldinni þarf að þrýsta
fast að þeiin.
Það hefur afarmikla þýðingu, að trjáreiturinn sje
sem skemmst frá þeim stað, er ungviðið á að vaxa til
fulls. Binkuin er hætt við, að það hnekki mjög vexti
hinna ungu trjáa, að flytjast frá trjáreit, þar sem veður-
i